Kókoshveiti brauðstangir

Kókoshveiti brauðstangir

Hvítt hveiti er eitthvað sem ég reyni að forðast sem mest. Mér líður yfirleitt ekki vel af því og reyni því að baka frekar úr öðrum hráefnum, svo sem kókoshveiti.  Kókoshveiti er búið til úr þurrkuðum kókos sem búið er að mala. Það er bæði trefjaríkt, glútenlaust og lágt í kolvetnum og hentar því þeim sem eru á lágkolvetnafæði.  Uppskriftin hér að neðan er að brauðstöngum sem eru i miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Mér þykir gott að bæta osti ofan á til þess að gera brauðstangirnar meira „djúsí“. Sömu uppskrift er hægt að nota til að gera kókoshveiti pizzu en þá er bara sósa og álegg sett á botninn eftir örlitla forbökun.

Uppskriftin miðast við skammt fyrir einn, en hægt er að stækka hana að vild.

Kókoshveiti brauðstangir

1 egg
2 msk kókoshveiti
Ca 1 lúka rifinn ostur
Hvítlaukskrydd, salt og pipar eftir smekk.
Auka ostur ofan á eftir smekk.

Ef blandan er þurr má bæta við mjólk/vatni .

Mótið nokkrar brauðstangir úr deginu(mæli með að hafa þær ekki of þykkar) og leggið á bökunarplötu. Bakið í ca 10 mín á 180° heitum ofni. Takið stangirnar út og dreifið osti ofan á þær. Setjið þær svo aftur inn í ofn í ca 5-7 mínútur eða þar til brauðstangirnar eru orðnar gullinbrúnar og smá krispí. 

Best er að mauka tómata og krydda til að nota sem brauðstangasósu, en einnig er hægt að nota venjulega pizzasósu.

Verði ykkur að góðu. 

Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir

NÝLEGT