Search
Close this search box.
Kókoskúlur .. í hollari búningi

Kókoskúlur .. í hollari búningi

Fyrir þessa uppskrift þá nota ég matvinnsluvél en það blandar hráefninu vel saman og þá sérstaklega döðlunum. Fyrir þá sem eiga ekki matvinnsluvél þá er erfitt að gera þessa uppskrift með döðlum EN það er hægt stappa avocado niður með fínum höfrum, kakó og 1 dl af nýja döðlusykrinum frá Himneskri Hollustu og hnoða deigið saman. Deigið verður aðeins grófara og bragðið aðeins öðruvísi en þið eigið ekki að finna mikinn mun. 

Innihald:

  • 2 dl tröllahafrar (fínir hafrar*) frá Himneskri Hollustu
  • 20 döðlur (1 dl döðlusykur*) frá Himneskri Hollustu 
  • 1 msk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 1 avocado 
  • Kókosmjöl frá Himneskri Hollustu til að rúlla kúlunum upp úr

Aðferð:

Byrjið á því að setja döðlurnar í heitt bleyti í um að bil 5 mínútur, þ.e.a.s. hitið vatn, leggið döðlurnar í stóra skál og hellið heita vatninu yfir döðlurnar en þetta mýkir döðlurnar. Ekki nota heitt kranavatn! Hellið vatninu frá döðlunum í vaskinn þegar 5 mínútur eru liðnar og setjið döðlurnar ásamt restina af hráefninu í matvinnsluvél og blandið vel saman. 

Ef deigið verður of þurrt getið þið bætt við nokkrum dropum af heitu vatni og hrært áfram. Þegar hráefnið er orðið að límkenndu deigi skal rúlla því upp í kúlur og velta upp úr kókosmjöli. Ef deigið rúllast ekki auðveldlega upp í kúlur er gott að geyma deigið inn í kæli í 30 mínútur. 

*Ef þið eruð að nota fína hafra og döðlusykur þá einfaldlega stappið þið avocado niður í mauk og bætið döðlusykri, höfrum og kakódufti við og hnoðið saman með höndunum. Rúllið svo deiginu upp í kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.

Geymið kúlurnar í nestiboxi eða glerkrukku og inn í kæli í nokkra daga eða jafnvel í frystinum ef þið viljið. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT