Kókosolía: Kamelljón heimilisins

Kókosolía: Kamelljón heimilisins

Kókosolía hefur verið vinsæl hér á landi í bakstur og heilsusamlega rétti á undanförnum árum. Þessi bragðgóða olía er gædd nokkrum einstökum eiginleikum sem gera hana að góðum kosti þegar kemur að eldamennskunni. Kókosolían er hins vegar líka nothæf í margt annað, til dæmis í hreinsandi maska og krem.

Hér að neðan má líta á nokkrar góðar leiðir til þess að nýta kókosolíuna sem þú átt heima fyrir, bæði í matinn sem og fyrir húðina.

Súkkulaðisósa með kókosolíu

3 kúptar msk kaldpressuð kókosolía
2 msk hreint hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
2 kúptar msk ósætt kakóduft
Saltklípa

Aðferð: Allt nema kakóið og saltið sett í skál og skálin sett ofan í heitt vatn þar til olían mýkist aðeins. Kakóinu og saltinu bætt við og öllu blandað vel saman. Það er hægt að gera þessa uppskrift minni eða stærri og sósuna er t.d. hægt að setja á pönnukökur eða vöfflur, ofan á kökur eða bollakökur eða nota hana sem ídýfu fyrir ávexti. Ef sósan hefur bráðnað alveg í vatnsbaðinu er hægt að hræra saman við hana smá möndlumjólk og þá mun hún þykkjast aðeins.

Heimagerður hreinsandi maski fyrir þurra og venjulega húð (e. normal to dry skin)

Blandið 2 msk af möndlumjöli saman við nógu mikla kókosolíu og mjólk svo að úr verði þykk blanda sem hægt er að bera á andlit. Nuddið blöndunni með hringlaga hreyfingu á andlitið. Dýfið litlu handklæði eða þvottapoka í heitt vatn, leggið ofan á andlitið og slakið á í 10-15 mínútur. Þrífið af með heitu vatni til að hreinsa burt óhreinindi úr svitaholum og þrífið síðan með köldu vatni til að hjálpa þeim að lokast. Leyfið andlitinu að þorna að sjálfu sér og berið síðan á þunnt lag af kókosolíu.

Heimagerður hreinsandi maski fyrir olíumikla húð (e. oily skin)

Blandið saman kókosolíu og haframjöli. Þú getur líka bætt við tsk af sítrónusafa. Berið maskann á andlitið með hringlaga hreyfingu. Dýfið litlu handklæði eða þvottapoka ofan í heitt vatn, leggið ofan á andlitið og slakið á í 15-20 mínútur. Maskinn á að opna svitaholurnar og hjálpa við að hreinsa út óhreinindi. Hreinsið maskann af með heitu vatni.

25 leiðir til að nota kókosolíu:

  • Til steikingar á kjöti, fiski og grænmeti.
  • Við bakstur, bæði venjulegan og hráfæðisbakstur.
  • Til að smyrja bökunarform.
  • Sem viðbót í mat og drykki.
  • Út í þeytinginn.
  • Út á grautinn.
  • Í te og kaffi.
  • Til að poppa popp
  • Til inntöku ein og sér, t.d. 1-2 msk daglega.
  • Sem náttúrulegt rakakrem.
  • Sem augnfarðahreinsir.
  • Sem raksápu.
  • Sem róandi raksturskrem.
  • Handaáburður.
  • Grunnur í líkamsskrúbb eða andlitsmaska.
  • Smyrsl á sár.
  • Góð á exem.
  • Varasalvi.
  • Vörn við bólum.
  • Svitalyktareyðir.
  • Tannkrem.
  • Hárnæring.
  • Kemur í veg fyrir og meðhöndlar flösu.
  • Nuddolía.
  • Náttúrulegt sleipiefni.

Kaldpressuð/jómfrúar kókosolía er upplögð í:

  • Þreytinginn.
  • Grautinn.
  • Baksturinn.
  • Te og kaffi.
  • Til að smyrja bökunarform.
  • Til inntöku ein og sér, t.d. 1-2 msk daglega.

Bragð og lyktarlaus kókosolía er upplögð í:

  • Þegar kókosbragðs er ekki óskað.
  • Til steikingar á kjöti, fiski og grænmeti.
  • Til að poppa popp.
  • Til að smyrja bökunarform.
  • Út í te og kaffi.

NÝLEGT