Kollagen fyrir heilsuna

Kollagen fyrir heilsuna

Höfundur: Ásdís Grasa

Kollagen hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og vinsældir þess aukist til muna sem fæðubót en hvað er kollagen og af hverju er það gott fyrir okkur?

Kollagen er eitt mikilvægasta prótein líkamans og líkja má kollageni við lím sem heldur líkamanum saman. Kollagen sér til þess að vefir haldist sterkir saman og er að finna m.a. í vöðvum, beinum, húð, sinum og er einnig eitt aðal uppbyggingarefni húðar, hárs og nagla. Kollagen er prótein sem er samsett úr ýmsum amínósýrum en þó eru glýsín og prólín í aðalhlutverki en þessar amínósýrur eiga sinn þátt í því að viðhalda heilbrigðum bandvef í líkamanum. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen sem fer minnkandi eftir 25 ára aldur. Þættir tengdir lífsstíl okkar sem hafa áhrif á minnkandi kollagen framleiðslu eru t.a.m. ofneysla á sykri og unnum kolvetnum, reykingar og óhófleg sólböð. Mataræði nú til dags er ekki eins ríkt af kollageni líkt og áður fyrr og eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á upptöku og nýtingu kollagens í líkamans s.s. skortur á ýmsum næringarefnum, langvarandi sjúkdómar og ýmsir meltingarkvillar.

Fyrir fallegri húð, hár og neglur

Kollagen ásamt elastíni viðheldur teygjanleika og stinnleika húðarinnar og er kollagen talið geta bætt og aukið raka í húðinni. Kollagen er talið stuðla að heilbrigðu hári, glóandi húð og sterkari nöglum. Kollagen getur aukið hárvöxt og dregið þannig úr hárlosi. Kollagen getur mögulega hægt á öldrun húðar og dregið úr hrukkumyndun og viðhaldið unglegri og frísklegri húð.

Fyrir sterkari bein, liði og stoðkerfi

Kollagen á þátt í því að við eigum auðveldari með að hreyfa okkur, beygja og teygja. Kollagen getur verið gagnlegt til að auka styrk, liðleika og hreyfigetu í stoðkerfinu. Kollagen er talið draga úr verkjum og bólgum í stoðkerfinu og hafa jákvæð áhrif á stoðkerfisvandamál s.s. slitgigt. Kollagen er einnig talið geta haft áhrif á beinþéttni og mögulega verið einn af fyrirbyggjandi þáttum gegn beinþynningu enda er samsetning beina að mestu kollagen. Kollagen er gjarnan notað af íþróttafólki til þess að auka endurheimt eftir æfingar og er talið geta viðhaldið vöðvaþéttni.

Ertu að fá nægilegt kollagen úr fæðunni?

Kollagen er að finna í einhverju magni aðallega í dýraafurðum s.s. kjöti, fisk, kjúkling, beinaseyði og eggjahvítum. Kollagen er einnig hægt að taka inn í bætiefnaformi til þess að styðja við eigin framleiðslu líkamans á kollageni og mikilvægt að það sé ‘hydrolyzed collagen’ eða vatnsrofið en þá hafa amínósýrurnar verið brotnar niður og frásogast mun betur í meltingarvegi. Einnig er gott að taka C vítamín aukalega eða passa upp á fá ríkulegt magn af C vítamíni úr fæðunni samhliða kollagen inntöku þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu og nýtingu kollagens. Mataræði nú til dags er ekki eins ríkt af kollageni líkt og áður fyrr og ýmsir þættir geta haft áhrif á upptöku og nýtingu kollagens í líkamans s.s. skortur á ýmsum næringarefnum, langvarandi sjúkdómar og ýmsir meltingarkvillar.

Vital Proteins kollagen

Vital Proteins kollagenið er eitt mest selda kollagenið á heimsvísu. Vital Proteins línan inniheldur tvenns konar kollagen, annars vegar Vital Proteins Bovine kollagenið sem er unnið úr húð nautgripa frá Brasilíu sem eru grasfóðraðir á villtu beitilandi og hins vegar Vital Proteins Marine kollagenið sem er unnið úr hreistri af villtum óerfðabreyttum hvítfisk. Kollagenið frá Vital Proteins inniheldur 18 amínósýrur, þar af 8 af 9 lífsnauðsynlegar amínósýrur sem líkaminn þarfnast til viðhalds á almennri líffærastarfsemi. Kollagenið frá Vital Proteins er hágæða kollagen og er testað fyrir skordýraeitri, hormónum og sýklalyfjum á óháðri rannsóknarstofu til þess að tryggja hreinleika, öryggi og gæði vörunnar.  Nánar um Vital Proteins Kollagen í H Verslun.

Kollagen hluti af mínum lífsstíl

Ég kynntist kollageni fyrir um 3 árum síðan eftir að ég lenti í skíðaslysi og þurfti að jafna mig eftir beinbrot og bólgur en mér var bent á að nota kollagen ásamt fleiri völdum næringarefnum til þess að styðja við bataferlið. Ég fann að það gerði mér gott og hef notað kollagen reglulega síðan þá sem hluta af mínu mataræði. Ég set kollagen gjarnan út í morgundrykkinn minn, út á hafra eða chiagrautinn eða út í hreina jógúrt eftir því hvað verður fyrir valinu þann daginn. Ég hef komist upp á lagið með að lauma kollageni út í ýmsa kaffi og tedrykki og er kakó kollagen latte drykkurinn minn og matcha latte í miklu uppáhaldi hjá mér. Hreint kollagen duft blandast og leysist auðveldlega upp í köldum eða heitum drykkjum og er mælt með 1-2 skeiðum af kollageni ef fólk kýs að nota kollagen hluta af heilbrigðum lífsstíl.

Kollagen þolist vel og talið öruggt til inntöku og æ fleiri rannsóknir á áhrifum kollagens hafa litið dagsins ljós síðustu ár, þó frekari rannsókna sé þörf til þess að staðfesta enn frekar virkni og notkun þess fyrir líkamann og heilsu okkar. Kollagen er fæðubót sem lofar góðu og getur mögulega haft jákvæð heilsufarsleg áhrif á heilsu okkar.

Heimildir:

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/30681787

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6213755/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26362110

https://www.researchgate.net/publication/259628887_Oral_Intake_of_Specific_Bioactive_Collagen_Peptides_Reduces_Skin_Wrinkles_and_Increases_Dermal_Matrix_Synthesis

http://www.jmnn.org/article.asp?issn=2278-1870;year=2015;volume=4;issue=1;spage=47;epage=53;aulast=Borumand

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/23949208

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4206255/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17076983

https://www.scielo.br/pdf/rbgg/v19n1/1809-9823-rbgg-19-01-00153.pdf

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18416885

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22486722

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/11071580

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16341622

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5793325/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/28786550

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26770145/?from_term=collagen+supplementation+and+exercise&from_page=2&from_pos=7

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT