ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

Kollagen súkkulaðibúðingur í hollari kantinum.

Það jafnast ekkert á við skál af kremkenndum og mjúkum súkkulaðibúðing! Þessi ljúffenga uppskrift inniheldur uppbyggjandi kollagen, góða fitu og næringu. Það er mjög auðvelt og snjallt að bæta kollagen dufti út í drykki, grauta, bakstur og eftirrétti enda er það bragð- og lyktarlaust og blandast vel. Það er vel hægt að nota sykurlaust síróp frá GoodGood fyrir þá sem vilja. 

Kollagen Súkkulaðibúðingur 

  • 2 stk avókadó
  • 1/3 bolli kakóduft frá Himnesk Hollusta
  • ½ bolli lífrænt hlynsíróp frá Naturata
  • 1/3 bolli lífræn kókósmjólk úr dós
  • 2-5 dropar French vanilla stevia frá Now
  • 1 skeið kollagen duft frá  Vital Proteins

Aðferð

Setjið avókadó, kakóduft, hlynsíróp, kókósmjólk, vanilla dropa og kollagen duft í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott að setja í kæli í smá tíma og leyfa aðeins stífna. Uppskriftin dugar fyrir 2.

Setjið í skál og toppið með ferskum jarðaberjum, smá slettu af kókósmjólk og dökku súkkulaði ef vill. Njótið!

Höfundur: Ásdís Grasa