Komum huganum í form

Komum huganum í form

Frá því að ég man eftir mér hef èg haft mikinn áhuga á sjálfsrækt. Hafði þó ekki stundað hana neitt að ráði síðustu árin, fyrir utan lestur á einni og einni bók, þar til í janúar 2019 þegar ég lendi á vegg. Líkamleg og andleg heilsa var á mjög slæmum stað, krónísk vöðvabólga, hausverkur nánast daglega, hægðatregða, mjög mikil neikvæðni alla daga, gremja og svo margt fleira.

Halldóra H. Halldórsdóttir, markþjálfi og hjúkrunarfræðingur

Èg var komin með alveg nóg af því að vera á þessum stað og ákvað að taka andlegu og líkamlegu heilsuna föstum tökum árið 2019. Setja súrefnisgrímuna fyrst á sjálfa mig. Núna rúmlega ári síðar heyra líkamlegu einkennin sögunni til og mér líður svo hrikalega vel andlega. Mikill innri friður og ró eftir rúmlega árs vinnu með hugann á mèr. Mig langar svo til að koma því sem èg hef lært á þessari vegferð minni til skila til ykkar kæru lesendur.

Það sem èg hef lært er að èg ber ábyrgð á mèr að öllu leiti. Èg ber ábyrgð á hugsunum mínum og èg hef val um það hvort hugsanir mínar séu jákvæðar og uppbyggilegar eða neikvæðar og niðurrífandi. Èg hef einnig lært það að mikilvægast af öllu er að byrja á því að koma hausnum á sér í form. Temja hugann, ná stjórn á huganum, æfa sig í að skipta neikvæðum hugsunum yfir í jákvæðar o.s.frv., áður en maður getur t.d. farið að huga að öðrum þáttum eins og að koma sèr í gott líkamlegt form eða eltast við sína innstu drauma.

En hvernig kemur maður svo hausnum á sèr í form?

Það eru til ótal margar leiðir til þess og ég get talið upp allt það sem hefur hjálpað mér á þessari vegferð. En svo er það víst svoleiðis að við erum öll misjöfn og það sem hentar mér hentar ekki endilega fyrir ykkur. En til þess að gefa ykkur nokkrar hugmyndir um það hvað ég gerði að þá hef ég til dæmis farið á ótal mörg námskeið, lesið fjölmargar bækur um sjálfsrækt, hlustað á uppbyggileg podcöst, stundað hugleiðslu og kap, stundað hreyfingu og hugað að mataræðinu og síðast en ekki síst stundað markþjálfun.

Ég mæli með því lesandi góður, að þú stefnir að því að setja þig í fyrsta sætið á þessu fallega ári 2020. Skoðir það hjá þér hvað það er sem þig langar til að breyta eða bæta í þínu lífi. Og að lokum, veltir því svo fyrir þér hvernig þitt jafnvægi í lífi, starfi og áhugarmálum lítur út. Ertu í góðu jafnvægi og sátt/ur með allt þitt? Ef ekki, hverju langar þig til að breyta?

Höfundur: Halldóra H. Halldórsdóttir

Hjúkrunarfræðingur og markþjálfi í ACC vottunarferli

https://www.facebook.com/halldora.h.halldorsdottir

https://www.instagram.com/halldorahanna/

NÝLEGT