Konur eru konum bestar er samstarfsverkefni fjögurra kvenna, þeirra Aldísar Pálsdóttur, Andreu Magnúsdóttur, Elísabetar Gunnarsdóttur og Nönnu Kristínar Tryggvadóttur. En þessar öflugu konur í samstarfi við Rakel Tómas listakonu og grafískan hönnuð hafa nú fjórða árið í röð tekið höndum saman og hannað góðgerðar bol sem nefnist KEKB vol4 og fer hann í sölu á morgun!
„Konur eru konum bestar snýst um það að konur verði að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Að við vinnum saman að því að breyta neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað“.
Bolurinn er góðgerðaverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til góðra málefna ár hvert. Það var árið 2017 sem fyrsta verkefnið fór af stað hjá þeim stöllum og nú fjórum árum seinna er markmiðið að það verði enn stærra nokkru sinni fyrr. En frá fyrsta ári hefur verkefnið vaxið og dafnað og ágóðinn runnið til þriggja mikilvægra málefna.
2017 – Kvennaathvarfið 1 milljón
2018 – Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar 1,9 milljónir
2019 – KRAFTUR, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra 3,7 milljónir
2020 – Bjarkarhlíð
Árið 2020 er fyrir margar sakir merkilegt ár og þótti þeim viðeigandi að ágóðinn af sölunni í ár myndi tengjast Covid19 á einhvern hátt. ,,Því miður er staðreyndin sú að heimilisofbeldi hefur aukist til muna í faraldrinum og var því tekin sú ákvörðun að styrkja Bjarkarhlíð”.
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum og geta allir þolendur ofbeldis leitað aðstoðar þar, sér að kostnaðarlausu. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.
Hugmyndina á bakvið bolinn í ár má rekja til handboltatreyju Ribe Esbjerg sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar einmitt með. Rakel Tómas setti svo sitt handbragð á bolinn og sá um leturgerðina. Bolurinn er merktur 20 sem er vísan í þetta ár sem hefur fyrir margar sakir haft áhrif á okkur öll. Íþrótta tengingin á vel við þar sem hugmyndin er að safna í klapplið þar sem allir mega vera með.
Bolurinn kemur í fyrsta sinn í ár í tveimur litum, hvítu og svörtu í stærðum XS-XL og hefst salan eins og áður sagði þann 4. Október 2020 kl: 12:00 og fer salan í ár eingöngu fram rafrænt sökum ástandsins. Hægt verður að kaupa bolina hér: https://konurerukonumbestar.com/
Vert þú með í klappliðinu, sýndu samstöðu og hjálpaðu til við að safna fyrir þessum verðuga málstað!
Tekið skal fram að bolirnir verður einungis til sölu í 2 vikur og í takmörkuð upplagi. Þess má geta að fyrstu 100 sem kaupa sér bol fá að gjöf vandaðan vatnsbrúsa frá CAMELBAK sem einnig er merktur verkefninu.


Stelpurnar vilja að lokum hvetja alla þá sem kaupa bol að taka mynd og merkja með myllumerkinu #konurerukonumbestar á sínum miðlum og með því gera klappliðið enn háværara.
https://www.instagram.com/konurerukonumbestar/