Hátíðlegt konfekt getur líka verið sykur og glúteinlaust. Ég gerði tvær útgáfur, aðra með sykurlausu súkkulaði og hina með venjulegu súkkulaði. Hver elskar ekki súkkulaði? Hvernig sem það er, það er fullkomið í alla eftirrétti.
Mig langaði að búa til súkkulaði konfekt til að eiga inni í frysti, sem er ekki með höfrum, döðlum eða hnetum. Ég átti til kókosmjöl og glúteinlaust kornflex, ég ákvað að prufa gera millilagið úr því sem er undirstaðan í konfektinu. Það kom heldur betur út og mamma sagði að þessar væru lygilega góðar, ég get tekið undir það með henni. Þær heppnuðust rosalega vel og ég geri þær klárlega aftur.


PKonfektið er þriggja laga Ég byrja á því að bræða 1 plötu af sykurlausu súkkulaði saman við 1 msk af kókosolíu.
- Súkkulaðinu er dreift í sílikon muffinform svo auðvelt er að taka konfektið upp úr forminu. Súkkulaðinu er dreift upp eftir hliðunum.
- Sett inn í frysti í 30 mín áður en millilagið er sett ofan á.
- Ég blanda millilaginu með restinni af súkkulaðinu úr skálinni sem notuð var í að blanda súkkulaðið.
Millilagið
- 2 dl kókosmjöl
- 3 dl Glúteinlaust kornflex
- 1 tsk kókoshveiti
- 3 msk brædd kókosolía
- 2 msk Good Good brand sýróp
- 2 dropar kókos stevía dropar frá Good Good brand
- Salt eftir smekk
Öllu hrært vel saman í skál. Blandan sett ofan á frosna súkkulaði botninn, þjappað ofan í mótin. Ekki of fast svo súkkulaði botninn brotni ekki. Aftur inn í frysti á meðan súkkulaðið á toppinn er búið til.
- 1 sykurlaus súkkulaði plata brædd á móti 1 msk af kókosolíu
- Súkkulaði dreift yfir millilagið og inn í frysti í um klukkustund áður en borðið er framm.
Ef þið viljið skreyta konfektið er fallegt að strá til dæmis hvítu súkkulaði yfir eða kókosmjöli.


Njótið vel, þið sjáið ekki eftir þessum!
Ykkar

