Search
Close this search box.
Kósýkvöld og MUNA popp

Kósýkvöld og MUNA popp

Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? 

Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku. 

Innihaldsefni:

·         Lífrænar maísbaunir frá MUNA

·         Bragð- og lyktarlaus kókosolía frá MUNA

·         Salt (valkvætt)

Aðferð:

Finndu stóran pott

Settu 2-3 tsk. kókosolíu í pottinn þannig að það þekji allan botninn

Leyfðu olíunni að hitna á miðlungshita og settu nokkrar maísbaunir út í pottinn. Þegar baunirnar verða að poppi settu þá maísbaunir út í pottinn, þannig að það þekji botninn á pottinum. Hér er mikilvægt að setja lok á pottinn til þess að halda hitanum inni.

Hristu pottinn reglulega svo maísbaunirnar brenni ekki við (þær gera það auðveldlega).

Þegar það eru 2-3 sekúndur á milli þess að poppið poppi, taktu þá pottinn af hitanum. Vertu varkár þar sem poppið gæti ennþá brunnið við.  

Settu salt á poppið og helltu í stóra skál.

Við mælum með að krydda poppið með kanill, túrmerik, lime, chilli eða súkkulaði.

NÝLEGT