Kotasælubollur úr heilhveiti

Kotasælubollur úr heilhveiti

Þessi uppskrift kemur frá Írisi Blöndahl en þessar bollur gerir hún gjarnan um helgar þegar hún setur saman bröns hlaðborð í hollari kantinum.

Innihald

  • 5 Dl gróft heilhveiti frá Himneskri Hollustu
  • 2 Tsk lyftiduft
  • 250 gr Kotasæla
  • 1 msk Olía
  • ½ msk Salt
  • 1 dl mjólk
  • 1 dl Sesam fræ til að strá yfir

Aðferð

Blandið öllu saman en endið á mjólkinni þar sem það gæti þurft minna eða meira af henni, blandið henni hægt og rólega við og metið hversu mikið þarf af henni, deigið á að vera klístrað.

Útbúið sirka 10 bollur með skeið á bökunarplötu og bakið í ofni við 180 gráður í 20 mínútur.

NÝLEGT