Kröst býður uppá hágæða mat með góðu víni. Það var fjölbreyttur matseðill sem hentaði okkur öllum. Hlemmur Mathöll hefur kósý stemningu og gaman að prófa svona „street food“.
Við stelpurnar fengum okkur gott kampavín í forrétt með svokölluðum Osta og Charcuterie Platta og Handskornar karföfluflögur. Eitthvað fyrir alla!
Í aðalrétt var fengið sér grillaðan KRÖST burger úr Ribeye kjöti og Grillspjót með fersku grænmeti dagsins og vegan mayo. Ég fékk mér auðvitað grænmetisréttinn og kom hann verulega á óvart. Það var blandað bæði ávöxtum og grænmeti saman í eina snilld. Aldrei hefði mér dottið í hug að grillaður ananas væri svona bragðgóður – hann fer klárlega næst á grillið heima.
Kvöldið einkenndist af frábærum mat í góðum félagsskap og mælum við klárlega með KRÖST ef þið heimsækið Hlemm Mathöll á næstunni. Það sem stóð uppúr var að mínu mati kampavínið (alltaf uppáhalds) og grilluðu spjótin – algjört æði!
Við hjá H Magasín þökkum kærlega fyrir okkur og mælum með að þið kíkjið á KRÖST!
Takk fyrir lesturinn og þangað til næst!
Ef þið viljið fylgjast meira með mínum uppskriftum og fleira getiði kíkt á www.healthbyhildur.com og einnig á Instagram. H Magasín er einnig með eigið Instagram sem ég hvet ykkur til að fylgjast með!