Search
Close this search box.
Kveðjublogg

Kveðjublogg

 

Í byrjun árs fékk ég mjög góðar fréttir og er nokkuð ljóst að næstu mánuðir verða mjög skemmtilegir en ekki síður krefjandi. Þessar breytingar munu hafa það í för með sér að ég mun ekki koma til með að geta sinnt blogginu eins og ég hefði viljað og þar af leiðandi hef ég metið það þannig að þetta sé orðið gott að sinni. Þessi tími minn sem ég hef bloggað fyrir H Magasín hefur verið frábær og síðast en ekki síst mikill lærdómur fyrir mig. Ég vona að þið hafið notið þess sem ég hef borið á borð fyrir ykkur en sjálf hef ég gert það og er þakklát fyrir þessa reynslu.

Ég kveð að sinni og þakka kærlega fyrir mig

Sigrún Birta

NÝLEGT