Kýs að vakna brosandi

Kýs að vakna brosandi

Kýs að vakna brosandi

Sandra Sif Magnúsdóttir, deildarstjóri H verslunar lætur annríkið ekki stoppa sig frá því að hreyfa sig daglega og hugsa vel um sjálfan sig. Hún segir hamingjuna að einhverju leyti val.

Hvernig hófst vegferð þína hjá fyrirtækinu?

Á mínum starfsferli hjá Icepharma hef ég unnið nokkur störf – Ég byrjaði sem verslunarstjóri H verslunar, fór svo í stöðu vörumerkjastjóra, eftir það tók ég við sem markaðsstjóri íþróttadeildar og nú í dag starfa ég sem Deildarstjóri verslana.   

Hvað varð til þess að þið réðust í þessa glæsilegu stækkun á búðinni?

Búðin var bara orðin of lítil og við urðum að keyra á breytingar og opna alvöru búð, ef svo má að orði komast. Það er mikill léttir að vera loksin komin í rými sem hentar okkar vörum bæði uppá plássið að gera og svo ekki síður útlitslega. Við erum mjög ánægð með nýju búðina okkar og finnst hún loksins sýna þær flottu vörur sem við bjóðum uppá í réttu ljósi.

Breyttu þið um áherslur samhliða stækkuninni?

Já við getum aldrei gert bara eitt í einu og þess vegna fórum við í að endurmarka H verslun samhliða opnuninni og því var ansi mikið um breytingar á stuttum tíma. Við breyttum H-inu okkar í lítið h, en það var stórt fyrir. Hægt er að túlka nýja h ið á marga vegu, það getur verið eins og hjartsláttur, línurit eða hreinlega bara lítið h. Við breyttum öllu vörumerkinu og fórum í það að gera“ brand guide“ fyrir h verslunar vörumerki á sama tíma og við vorum á fullu í að opna nýja verslun. 

Hvað stendur H verslun fyrir í dag? 

Við erum með stórt hjarta og ætlum að hjálpa viðskiptavinum okkar bæta heilsuna á forsendum hvers og eins og þjónum fólki sem vill setja heilsuna framar öllu og við erum svo sannarlega fremst í heilsu. Þess vegna heitum við H. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og þar liggur fókusinn okkar. Okkar sérstaða birtist í gæðum vörunnar sem við seljum, fólk þekkir og treystir á merkin sem við bjóðum enda eru öll leiðandi og fremst í sinni röð, hvert á sinn hátt.

Þið opnuðuð sömuleiðis heilsubarinn H bar? Hvað býður sá góði bar upp á?

H bar býður uppá hollari valkost, við köllum hann gjarnan hollasta bar landsins. Við bjóðum uppá hafragrauta, grískar jógúrt skálar eða chiagrauta með hollu toppingi,  einnig bjóðum við uppá unaðslegt lífrænt kaffi eða te. Barinn er skemmtileg viðbót við búðina og getur fólk fengið sér kaffi á sama tíma og það er að versla eða sest niður og fengið sér hollan valkost eftir æfingu á morgunanna eða í hádeginu. Það hefur skapast skemmtileg stemning hjá okkur á barnum og hlökkum til að þróa hann enn frekar.

Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá ykkur?

Við erum vön að láta okkur detta alls konar skemmtilegt í hug og framkvæma allskonar viðburði sem eru sjaldséðir í verslunum. Framundan eru Hamingjudagar og grautur mánaðarins sem dæmi. Vörumerkin Calvin Klein og Tommy Hilfiger eru ný í H verslun, og svo er alltaf eitthvað spennandi að koma upp eftir að við opnuðum nýja rýmið.

Grautur mánaðarins á H bar ber heititið Hamingjugrauturinn.

Hvað gerir þú sjálf til að huga að heilsunni?

Ég hreyfi mig mjög reglulega, bæði hleyp og fer í ræktina. Ég ver miklum tíma í útiveru á nánast hverjum degi og svo er ég dugleg að halda rútínu, m.a. í svefnvenjum og mataræði,  það er eitthvað sem hefur virkað vel fyrir mig.  Svo borða ég oftast mjög hollan og góðan mat og tek bætiefni eftir þörfum.

Hvað er hamingjan fyrir þér?

Hamingjan er að einhverju leyti val, ég kýs að vakna brosandi á hverjum degi og reyni að njóta þess að vera til. Auðvitað gerast fullt af hlutum í daglegu amstri sem geta haft áhrif á hamingjuna, en þá skiptir mestu máli mitt viðhorf og hvernig ég horfist í augu við þær áskoranir sem koma upp. Ég reyni að minna mig á að hamingjan er hjá manni sjálfum og það er enginn sem býr hana til fyrir mann.

NÝLEGT