Ég notaði Anastasia Beverly Hills Modern Renaissance pallettuna á augun. Ég notaði bleiku litina í pallettunni. Þessi palletta finnst mér ekkert smá falleg og ég er búin að nota hana mikið síðan ég fékk hana.
Útvíðar buxur og pels! Mikið í tísku í dag. Ég keypti þessar buxur í Bershka þegar ég var með mömmu í Brighton. Toppurinn svarti flauels fékk að fylgja með úr Berhsku og var hugsaður við buxurnar. Skónna keypti ég í Primark í Amsterdam í haust og bleiki pelsinn er úr Gina Tricot, en ég keypti hann fyrir nokkrum árum í Stokkhólmi.
Njótið þess að gera vel við ykkur á meðan þið eruð í jólagjafastússi. Við vinkonurnar ætlum að skella okkur saman í kvöld og klára síðustu gjafirnar. Takk fyrir að lesa. Þangað til næst getið þið fylgt mér á instagram !