Bragðgóð rúnstykki eru sérlega góð viðbót við gott helgarfrí. Rúnstykki eru eins misjöfn og þau eru mörg og hægt er að velja um allskyns tegundir, allt eftir smekk og matarræði hvers og eins. Hér að neðan má finna uppskrift að sérlega hollum en janframt bragðgóðum rúnstykkjum, án allra kolvetnanna sem allra jafan fylgja hefðbundnum rúnstykkjum. Ein uppskrift dugar í um 6 rúnstykki og því tilvalið að henda í eina tvöfalda og bjóða vinum og vandamönnum í heimsókn.
Innihald:
- 200 g sýrður rjómi
- 4 egg
- 30 g kókoshveiti frá NOW
- 30 g möndlumjöl frá NOW
- 10 g fínmalað HUSK powder frá NOW
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk lyftiduft
- 2 msk chiafræ frá Himneskri hollustu
- 2 msk hörfræ frá Himneskri hollustu
- 2 msk graskersfræ frá Himneskri hollustu
Aðferð:
Hrærið vel eggin og sýrða rjómann, blandið svo þurrefnum vel saman með gaffli svo HUSK nái að blandast vel. Hellið þeim út í og hrærið áfram. Látið deigið standa í 5-10 mín. Setjið deigið í muffinsform, ég notað smurt silikonform og stráði nokkrum graskersfræjum ofan á.
Bakið í 20 mín á 180°C með blæstri.
Njótið!