Léttar öndunaræfingar með Arnóri hjá YogaArise

Léttar öndunaræfingar með Arnóri hjá YogaArise

Í gegnum tíðina hafa rannsóknir staðfest það sem margir eflaust vissu fyrir; að öndun og öndunaræfingar í formi jóga, hugleiðslu eða annarskonar hugarleikfimi, getur haft stórkostleg áhrif á heilsu okkar, til hins betra.

Með því að framkvæma léttar öndunaræfingar daglega getum við meðal annars:

  • Dregið úr streitu
  • Dregið úr kvíða
  • Dregið úr örum hjartslætti
  • Lækkað blóðþrýsting
  • Aukið almennt jafnvægi í líkamanum
  • Aukið getu líkamans til þess að þola langar og strangar æfingalotur
  • Degið úr líkum á vöðvameiðslum

Heimild: Healthline

Með ofangreinda þætti í huga er nokkuð augljóst hversu mikilvægt það er fyrir okkur að muna eftir önduninni, sérstaklega á tímum sem þessum þar sem við finnum fyrir óvenju mikilli streitu og kvíða vegna heimsfaraldursins sem nú geisar.

Það er því ekki úr vegi að leita til þeirra sem sérhæfa sig í öndunaræfingum. Þar er Arnór Sveinsson í algjörum sérflokki.

Arnór hefur kennt Jóga og vitundartengd námskeið frá því í september 2013, árið sem hann lauk Jógakennaranámi í Jógaskóla Kristbjargar Kristmundardóttur. Hann hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Hann leggur mikla áherslu á öndun í allri sinni nálgun.

Arnór telur mikla þörf á tímum sem þessum að kenna fólki rétta tækni við öndun og ætlar hann að bjóða upp á netnámskeið núna á næstunni. ,,Það er auðvelt að ná til fólks í gegnum netið og ef það er einhvern tímann tími til að komast í góða tengingu við sjálfan sig í gegnum öndun þá er það núna“ segir Arnór. Verðið fyrir þátttöku í netnámskeiðinu er sveigjanlegt allt frá 3.333 upp í 13.333. Á námskeiðinu mun hann leiða æfingar í gegnum myndbönd, deila fróðleik með þátttakendum og koma með heimavinnu. Allt sem stuðlar að því að láta fólki líða betur. Um er að ræða 4. vikna net námskeiði þar sem verður unnið með öndun, hugleiðslu, vitund, slökun og ýmsar aðferðir sem næra huga, líkama og sál. https://www.facebook.com/events/s/innileg-ondun-netnamskei%C3%B0-me%C3%B0-/166233077771847/

Hann hefur nú sett saman stutt myndband þar sem hann leiðir lesendur okkar í gegnum létta öndunaræfingu. Við skorum á alla að fylgja Arnóri og huga vel að önduninni næstu vikur og mánuði.

NÝLEGT