Líður best þegar heimilið er hreint

Líður best þegar heimilið er hreint

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, fyrr­ver­andi flug­freyja og nemi í sta­f­rænni markaðsfræði og tveggja barna móðir, vill hafa hreint í kring­um sig. Hún deildi sín­um þrifar­útínu í Heilsublaði Nettó.

Hvað er heim­ilið fyr­ir þér?

„Heim­ilið er griðastaður fjöl­skyld­unn­ar. Hér finnst mér mik­il­vægt að sé góð orka og að öll­um, heim­il­is­fólki og gest­um, líði vel. Okk­ur líður best þegar heim­ilið er hreint og fínt. Því er mik­il­vægt að reyna að halda því þannig eft­ir bestu getu.“

Hvað skipt­ir þig mestu máli varðandi um­gengni á heim­il­inu?

„Að all­ir hjálp­ist að svo að verk­in lendi ekki öll á ein­um aðila.“

Taka börn­in þátt í heim­il­is­störf­un­um?

„Mér finnst mjög mik­il­vægt að þau taki þátt frá unga aldri. Mitt mark­mið að kynna þau fyr­ir heim­il­is­störf­um snemma og reyna að búa til skemmti­leg­ar sam­veru­stund­ir í kring­um heim­il­is­störf­in. Börn­in mín eru hins­veg­ar enn það ung að við höf­um ekki búið til sér­staka rútínu ennþá. Ég reyni að sýna þeim, og þá aðallega dótt­ur minni sem er að verða 5 ára, heim­il­is­störf­in með skemmti­leg­um hætti. Henni þykir til dæm­is ótrú­lega gam­an að hjálpa til við að hengja upp og brjóta sam­an þvott­inn og ég býð henni að taka þátt í því. Úr verður oft nota­leg og dýr­mæt mæðgna­stund.“

Ertu með ein­hverja sér­staka hrein­gern­ing­ar­rútínu?

„Ég get ekki sagt að það sé ákveðin rútína á okk­ar heim­ili. Við reyn­um eft­ir bestu getu að þrífa jafn óðum en auðvitað tekst það ekki alltaf. Stund­um mynd­ast hrúg­ur af hrein­um þvotti sem þarf svo að mana sig upp í að brjóta sam­an. Það er bara eins og það er.“

Hvaða heim­il­is­störf­um sinn­ir þú dag­lega og hvaða vör­ur not­ar þú í þau störf?

„Dag­lega set ég í þvotta­vél og þurrka af borðum eft­ir mat­ar­tím­ann. Ryk­sug­an er held­ur aldrei langt und­an með tvö börn á heim­il­inu. Ég nota Laun­dry Liquid Sensiti­ve þvotta­lög­inn fyr­ir börn­in og Laun­dry Liquid Lavend­er þvotta­lög­inn fyr­ir ann­an þvott heim­il­is­ins. Multi-Surface and Glass Cleaner glerúðinn og sótt­hreins­isprey­in frá So­nett eru mér svo til halds og trausts í að þurrka af öllu. Þau þrífa vel og skilja eft­ir dá­sam­leg­an ilm.“

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Hvert er leiðin­leg­asta hús­verkið?

„Ég held ég verði að segja að setja hreint á rúm­in og brjóta sam­an sokka. Mér finnst auðvitað fátt jafn nota­legt og að leggj­ast upp í tand­ur­hreint rúm. Mér þykir ekk­ert leiðin­legt að kippa óhrein­um rúm­föt­um af og skella í vél en ein­hverra hluta vegna er það allt ann­ar hand­legg­ur að setja utan um sæng­urn­ar á ný. Mér finnst held­ur ekk­ert leiðin­legt að brjóta sam­an þvott al­mennt en að brjóta sam­an sokka er allt annað mál.“

Þríf­urðu extra vel fyr­ir hátíðar?

„Já og nei. Það hef­ur aldrei verið ákveðin jóla­hrein­gern­ing á okk­ar heim­ili en mér þykir lík­legt að það verði að hefð fyr­ir hátíðarn­ar þegar börn­in verða eldri. Við höf­um þó alltaf hreint og fínt hjá okk­ur en það er meira gert jafn óðum. Kannski þríf­um við ör­lítið bet­ur fyr­ir jól­in en á öðrum tím­um.“

Hver er upp­á­halds­hreinsi­var­an þín í augna­blik­inu?

„Þær eru nokkr­ar. Þvotta­efn­in þykja mér æðis­leg, Laun­dry Liquid Lavend­er og Laun­dry Liquid Sensiti­ve. „Heil­aga spreyþrenn­an“ frá So­nett er í dag­legri notk­un á mínu heim­ili, svo ég verð að nefna hana, þ.e. sótt­hreins­ispreyið, gler- og al­hreins­ispreyið og baðher­berg­is­spreyið. Bleiki­efnið eða Bleach Comp­l­ex and Stain Remo­ver frá So­nett er líka frá­bær vara fyr­ir hvít­an þvott að mínu mati. Það virk­ar á erfiða bletti og held­ur hvíta litn­um í fatnaði og rúm­föt­um.

Hvert er besta hrein­gern­ing­ar­ráðið sem þú hef­ur fengið?

„Að spreyja sótt­hreins­isprey­inu frá So­nett reglu­lega yfir dýn­ur og rúm­föt heim­il­is­ins. Ég geri það alltaf þegar ég skipti um á rúm­um og einnig þess á milli. Það sótt­hreins­ar og gef­ur fersk­an ilm. Dá­sam­legt al­veg.“

Fylgist með Fanneyju hér.

NÝLEGT