Lífrænar Orkustangir

Lífrænar Orkustangir

Nú þegar skólinn er að byrja og ný rútína tekur við er mjög hentugt að eiga eitthvað tilbúið hollt snarl til að grípa í þegar maður er á hraðferð. Ég reyni að eiga sem oftast döðlukúlur, sem ég gjörsamlega elska, í fyrstinum en þær eru samt sem áður frekar mikið nammi (uppskrift hér). Ég vildi líka eiga eitthvað aðeins „hollara“ í frystinum og ákvað því að prófa mig áfram í að búa til þessar orkustangir.
IMG_0026
Hráefni:
200 grömm döðlur
1/4 bolli möndlusmjör
1/2 bolli möndlur
1/2 bolli sólblómafræ
1/2 bolli kókos
1 teskeið vanilla
1 teskeið sesam fræ
IMG_0027
Möndlurnar og sólblómafræin skorin í litla bita.
IMG_0028
Döðlurnar settar í bleyti þar til þær eru mjúkar og svo er þeim blandað saman við möndlusmjörið í matvinnsluvél.

Öllu hráefninu blandað saman í eina skál
IMG_0030
Blandan sett í form og sesamfræ sett ofaná. Best er að setja stangirnar í frysti í nokkrar klukkustundir áður en þær eru skornar niður í bita.
IMG_0032--1-
Þessar orkustangir eru best geymdar frystinum en einnig er hægt að hafa þær inni í ísskáp. Mér finnst þær bestar beint úr frystinum og minna þær þá helst á karamellu.

Takk kærlega fyrir lesturinn og ég vona að þið prófið þessar orkustangir!
Ef þið viljið fylgast eitthvað frekar með er ég dugleg á Instagram og einnig er hægt að nálgast fleiri uppskriftir frá mér inná www.healthbyhildur.com

– Hildur Sif Hauks

NÝLEGT