Þann 5. febrúar næstkomandi mun hin árlega keppni fyrirtækja og einstaklinga, Lífshlaupið, hefjast með formlegum hætti. Keppni milli vinnustaða stendur frá 5. – 25. febrúar en keppni fyrir skóla landsins stendur frá 5. – 18. febrúar.
Aðstandendur keppninnar hvetja öll fyrirtæki og skóla að taka þátt og þannig skapa skemmtilega stemmningu eins og hefur myndast undanfarin ár.
Vakin er athylgi á því á vef Lífshlaupsins að; „ekki þarf að skrá inn vinnustaði frá síðustu keppni en það má finna alla á flettilistanum í skrefinu „Ganga í lið“ eða „Stofna lið„. Endilega athugið hvort ykkur vinnustaður sé ekki örugglega skráður áður en þið stofnið nýjan. Hins vegar þarf að stofna inn ný keppnislið undir vinnustaðnum. Sama á við um grunn- og framhaldsskólana. Allir skólar landsins ættu að vera í flettilistanum en þó þarf að stofna inn bekkina aftur. Það má gera á auðveldan hátt með excel innlestri.“
Helstu dagsetningar keppninar eru eftirfarandi:
- 4. febrúar – Lífshlaupsárinu 2019-2020 lýkur í einstaklingskeppninni.
- 5. febrúar – nýtt Lífshlaupsár hefst í einstaklingskeppninni
- 5. febrúar – vinnustaða-, grunn- og framhaldsskólakeppnin hefst með setningarhátíð
- 17. febrúar – 5 daga reglan tekur gildi
- 18. febrúar – grunn- og framhaldsskólakeppninni lýkur
- 19. febrúar – leyfilegt er að breyta starfsmannafjölda vinnustaða til og með 19. febrúar
- 25. febrúar – vinnustaðakeppninni lýkur
- 27. febrúar – skráningu hreyfingar í öllum keppnum lýkur kl. 12:00
- 28. febrúar – Verðlaunaafhending
Upplýsingar um Lífshlaupið er hægt að nálgast á heimasíðu keppninar; www.lifshlaupid.is, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í síma 514-4000 en auk þess er hægt að senda fyrirspurnir beint á lifshlaupid@isi.is