Search
Close this search box.
Litla syndin ljúfa: Hollari útgáfan

Litla syndin ljúfa: Hollari útgáfan

Innihald fyrir tvö form:

Kakó duft til að setja inn í formin
1/4 bolli kókosolía frá Himneskri Hollustu
85 gr dökkt súkkulaði frá Naturata
1 egg
1 eggjarauða
1/4 bolli kókospálmasykur
1/4 tsk vanilludropar
Saltklípa
2 msk Whey prótein frá Now – Natural Unflavored (ef þú vilt ekki nota prótein getur þú sett kakóduft í staðinn)
1 msk möndlusmjör frá Monki

Aðferð:

  1. Setjið ofninn á 200°C.
  2. Smyrjið tvö lítil form með kókosolíu og sáldrið kakódufti yfir.
  3. Bræðið saman kókosolíuna og súkkulaðið.
  4. Þeytið saman í u.þ.b. 2 mínútur eggið, rauðuna, kókospálmasykurinn, vanilluna og saltið.
  5. Hrærið eggjablöndunni saman við súkkulaðiblönduna. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan byrjar að þykkjast.
  6. Bætið próteininu saman við og hrærið varlega þar til allt hefur blandast saman.
  7. Hellið blöndunni í formin þannig að hún fylli upp í helminginn. Setjið hálfa matskeið af möndlusmjörinu ofan á í sitthvort formið og setjið svo restina af blöndunni í formin þannig að hún fyllir upp í u.þ.b. 3/4 af forminu.
  8. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur.
  9. Takið úr ofninum og leyfið að standa í eina mínútu. Takið hníf og farið eftir útlínunum á forminu. Snúið við á disk og kakan ætti að renna úr.

Uppskriftin er fengin af vefsíðunni Food Faith Fitness .

NÝLEGT