Innihald fyrir tvö form:
Kakó duft til að setja inn í formin
1/4 bolli kókosolía frá Himneskri Hollustu
85 gr dökkt súkkulaði frá Naturata
1 egg
1 eggjarauða
1/4 bolli kókospálmasykur
1/4 tsk vanilludropar
Saltklípa
2 msk Whey prótein frá Now – Natural Unflavored (ef þú vilt ekki nota prótein getur þú sett kakóduft í staðinn)
1 msk möndlusmjör frá Monki
Aðferð:
- Setjið ofninn á 200°C.
- Smyrjið tvö lítil form með kókosolíu og sáldrið kakódufti yfir.
- Bræðið saman kókosolíuna og súkkulaðið.
- Þeytið saman í u.þ.b. 2 mínútur eggið, rauðuna, kókospálmasykurinn, vanilluna og saltið.
- Hrærið eggjablöndunni saman við súkkulaðiblönduna. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan byrjar að þykkjast.
- Bætið próteininu saman við og hrærið varlega þar til allt hefur blandast saman.
- Hellið blöndunni í formin þannig að hún fylli upp í helminginn. Setjið hálfa matskeið af möndlusmjörinu ofan á í sitthvort formið og setjið svo restina af blöndunni í formin þannig að hún fyllir upp í u.þ.b. 3/4 af forminu.
- Bakið í u.þ.b. 10 mínútur.
- Takið úr ofninum og leyfið að standa í eina mínútu. Takið hníf og farið eftir útlínunum á forminu. Snúið við á disk og kakan ætti að renna úr.
Uppskriftin er fengin af vefsíðunni Food Faith Fitness .