Laugardaginn 16. nóvember næstkomandi ætlar stór hópur fólks að lýsa upp Esjuna í 10 skipti til að vekja athygli á mikilvægi endurhæfingar fyrir fólk sem greinist með krabbamein. Fyrsta gangan var farin árið 2009 eftir að maður að nafni Þorsteinn Jakobsson, betur þekktur sem Fjallasteini, fékk þá hugmynd að standa fyrir árlegri fjallgöngu þar sem myrkrið væri lýst upp í þeim tilgangi að vekja athygli á góðu og þörfu málefni. Mikið af fólki tekur þátt í þessari göngu á ári hverju og fer hópur þátttakenda sífellt stækkandi. Í ár verður sérstaklega mikið um að vera þar sem um 10 ára afmæli viðburðarins er að ræða. H Magasín hvetur alla til að mæta og taka þátt. Frábær útivist fyrir fjölskylduna og kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða.


Dagskráin verður með glæsilegasta móti
15:00 Ari Eldjárn stígur á svið með uppistand eins og honum einum er lagið
15:20 Biggi Sævars hitar upp gönguskóna með léttu gítarspili
15:40 Þorsteinn Jakobsson, Fjallasteini, leiðir gönguna eins og undanfarin ár og tekur að sjálfsögðu lagið sitt áður en haldið er af stað
Lagt verður af stað upp Esjuna klukkan 16:00. Gengið upp að Steini og svo gengið saman niður aftur með höfuðljós og þar með fallegur Ljósafoss myndaður í þann mund sem myrkrið skellur á. Auðvitað þurfa ekki allir að ganga alla leið en verða samt sem áður hluti af þessum fallega fossi og leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á þessu þarfa málefni. Ljósið hefur það að markmiði að efla lífsgæði hins krabbameinsgreinda og aðstandenda meðan á þessu ferli stendur. Í þessu ferli er nauðsynlegt að hafa samanstað þar sem hægt er að koma, hitta aðra, vinna í höndum og efla andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt. Í Ljósið koma foreldrar sem eru að fylgja fullorðnum börnum sínum, og börn sem koma með foreldrum, auk maka, systkina og vina. Allir hafa það að markmiði að efla andlega og líkamlega vellíðan auk þess að njóta samvista í góðum félagsskap. Samhugur og samvinna er í hávegum höfð og sýnir það sig best í öllu því sjálfboðaliðastarfi sem fram fer í Ljósinu. Allir eru tilbúnir til að leggja eitthvað af mörkum svo Ljósið geti vaxið og dafnað. Með þessum skrefum er tilgangurinn að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Ljóssins. Þorsteinn Jakobsson og björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum öllum til halds og trausts.
Opið verður í Esjustofu fyrir þá sem vilja koma og berja fossinn augum og eiga notalega vetrarstund, en þar verða einnig veitingar til sölu.


Ljósavinir
Við minnum í leiðinni á að það er hægt að gerast Ljósavinur og styrkja með því allt það góða starf sem þar fer fram. En Ljósið er einmitt um þessar mundir að leita að góðu fólki sem er tilbúið að láta gott af sér leiða. Hægt er að sjá hina ýmsu möguleika á að styrkja Ljósið hér: https://ljosid.is/styrkja-ljosid/
Ljósið og CAMELBAK
Icepharma og Ljósið eru í samstarfsverkefni með hitamál frá CAMELBAK, á laugardaginn munu sérmerkt hitamál verða til sölu í Esjustofu til styrktar Ljósinu. Um er að ræða 400ml hitamál úr ryðfríu stáli sem halda heitu í 6 klukkustundir og köldu í 10 klukkustundir. Þessi mál eru einstaklega falleg og góð svo ekki sé talað um hversu góðan málstað við styrkjum með kaupum á máli.


H Verslun Lynghálsi 13 vill bjóða öllum þeim sem ætla að taka þátt í Ljósagöngunni á laugardaginn 25% afslátt af öllum Houdini útivistarvörum út þessa viku. Hér má sjá vörurnar frá Houdini: https://www.hverslun.is/Houdini/5_60.action Starfsfólk H Verslunar tekur vel á móti ykkur í dag og á morgun.
Að lokum viljum við hvetja alla til að kynna sér starfsemi Ljóssins og leggja sitt af mörkum.
Höfundur: Lilja Björk