Search
Close this search box.
Ljúffengar muffins úr möndlu- og kókosmjöli

Ljúffengar muffins úr möndlu- og kókosmjöli

Muffins úr möndlu- og kókosmjöli (ca. 12-14 stk.)

 • 1 og 3/4 bollar möndlumjöl
 • 1/2 bolli kókosmjöl frá Himneskri Hollustu
 • 3/4 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 2 þroskaðir bananar
 • 2 egg
 • 1/4 bolli hreint hlynsíróp
 • 2 msk kókosolía frá Himneskri Hollustu
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk kardimommudropar
 • Dass af kanil

Aðferð: Stilltu ofninn á 180 gráður. Blandaðu saman þurrefnunum í skál. Settu allt blauta í blender eða matvinnsluvél og helltu svo út á þurrefnin og hrærðu saman. Hellt í muffins form og bakað í 18-20 mínútur. Leyfðu þeim aðeins að kólna eftir að þú tekur þær út úr ofninum og svo er himneskt að smyrja þær með súkkulaðismyrjunni frá Good Good Brand.

Takk fyrir lesturinn og verði ykkur innilega að góðu ef þið ákveðið að prufa þessar! 

Indíana Nanna

NÝLEGT