LKL hrökkbrauð

LKL hrökkbrauð

Heilsusamlegt LKL hrökkbrauð sem er fljótlegt og þæginlegt að gera. Gott er að borða hrökkbrauðið með smjöri, osti, hummus eða hverju því sem hugurinn girnist.

Innihald:

1/2 dl sólblómafræ frá Himneskri Hollustu
1/2 dl graskersfræ frá Horizon
1/2 dl sesamfræ frá Himneskri Hollustu
1 msk kúmen
2 msk psyllium husk frá Now
2 msk kókosolía frá Himneskri Hollustu
2 dl heitt vatn
1 tsk sjávarsalt

Aðferð:

1. Sjóðið vatn og blandið kókoshnetuolíunni saman við svo hún leysist vel upp.
2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hellið vatninu yfir.
3. Setjið blönduna á bökunarpappír og inn í 150 gráðu heitan ofn í um 50 mínútur.
4. Slökkvið á ofninum og leyfið brauðinu að vera áfram inni í klukkustund.
5. Þegar brauðið er tekið út, skerið það þá í sneiðar og geymið í kæli.

NÝLEGT