Uppskrift fyrir tvo:
2-3 stk. kjúklingabringur
6-8 strimlar af stökku beikoni
Kál
½ paprika
¼ gúrka
½ mexíkóostur
Aðferð: Kryddaðu og steiktu kjúklinginn upp úr hvítlauks- og chiliólífuolíunni frá Himneskri Hollustu. Stilltu ofninn á 160 °. Láttu beikonið á bökunarpappír á bökunarplötu og inn í ofn. Skerðu niður grænmetið á meðan beikonið er í ofninum.
Það er auðveldlega hægt að bæta í salatið að vild eins og td. tómötum, avocado, blaðlauk, sætum kartöflum og fleira.
Avocado sósa:
1 stk. avocado
1 hvítlauksrif
Dass af rjóma
Aðferð: Blandið öllu þessu saman í blandara eða með töfrasprota þangað til sósan verður lauflétt, frekar þykk sósa og dreifið ofan á salatið eftir smekk.
Höfundur: H Talari
- /heilsa/grilladur-kjuklingur-med-sitronu-og-basilolifuoliu
- /heilsa/hveitilaus-og-trefjarikur-pizzubotn?