Það er algjört „must“ að fá sér Joe and the Juice á Keflavíkurflugvelli.
Fyrsta deginum í London var eytt í risa göngutúr sem endaði í 20 km – Fórum í Hyde Park og í Kensington.
Á föstudeginum var mikið verslað.
Ekki slæmt að fá sér mini cupcakes sem smá verslunarsnarl.
Rosa flottar Faux Fur töskur frá Stella McCartney!
Keypti mér mjög flotta útskriftaskó sem ég er mjög spennt að nota!
Pret A Manger varð strax uppáhalds kaffihúsið okkar og fórum við tvisvar á dag alla dagana!
Kíktum í Notting Hill á laugardagsmarkaðinn – rosalega troðið en margt skemmtilegt að sjá, meðal annars „Travel Book Shop“ frá bíómyndinni Notting Hill.
„Avocado toast“ í brunch á laugardeginum
Oxford Street á laugardagskvöldi var klikkun!
Gríðalega gott sushi á staðnum Dozo Sushi í Kensington
Harrods – fallegasta og skemmtilegasta búðin í London að mínu mati.
Mæli klárlega með að fara í Godiva súkkulaði himnaríki inní Harrods – besta heita súkkulaði sem ég hef á ævinni fengið!
Mikilvægt að ferðast í þæginlegum fötum heim og urðu Nike Air Force skórnir fyrir valinu
Takk kærlega fyrir að lesa og vona að þið hafið haft gaman af! Ef þið viljið fylgast eitthvað meira með mér þá er ég rosalega dugleg á Instagram!
Þangað til næst <3
– Hildur Sif Hauks