Lúxus-bröns að hætti Lindu Ben

Lúxus-bröns að hætti Lindu Ben

Ef að ein­hver kann að halda geggjaðan bröns þá er það Linda Ben sem hend­ir hér í eitt stykki lúx­us-bröns eins og ekk­ert sé.

Sam­setn­ing­in á veit­ing­um er al­veg upp á tíu en það þýðir að fjöl­breyti­leik­inn er í fyr­ir­rúmi og lekk­ert­heit­in ríða ekki við einteym­ing eins og sagt er.

Það sem er snjall­ast að okk­ar mati er hvernig hún not­ar litl­ar maís­kök­ur sem snitt­ur sem er al­gjör­lega frá­bær lausn og marg­ir eiga ábyggi­lega eft­ir að nýta sér þá hug­mynd.

Hafrakaka með hnetu­smjörs súkkulaðikremi

  • 230 g haframjöl fínt frá Muna
  • 175 g möndl­umjöl
  • 2 tsk mat­ar­sódi
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk kanill Caylon frá Muna
  • 1 dl dökkt aga­ve síróp frá Muna
  • 180 g kó­kosol­ía bragð og lykt­ar­laus frá Muna
  • 2 egg
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • 250 ml hnetu­smjör fínt frá Muna
  • ½ dl dökkt aga­ve síróp frá Muna
  • ½ dl kó­kosol­ía bragð og lykt­ar­laus frá Muna
  • 200 g suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C.
  2. Blandið sam­an haframjöli, möndl­umjöli, mat­ar­sóda, salti og kanil.
  3. Bræðið kó­kosol­í­una og bætið henni út í hafra­blönd­una ásamt eggj­um og vanillu­drop­um, hrærið sam­an.
  4. Setjið smjörpapp­ír í 20×30 cm stórt form og hellið deig­inu ofan í formið. Bakið í 20-25 mín. Kælið kök­una.
  5. Setjið hnetu­smjörið í skál ásamt aga­ve sírópi og bræddri kó­kosol­íu, hellið ofan á kök­una og sléttið úr.
  6. Bræðið súkkulaðið og hellið ofan á hnetu­smjörslagið, blandið því létt sam­an við hnetu­smjörið til að fá fal­legt mynstur.
  7. Kælið kök­una inn í ís­skáp í u.þ.b. 1-2 klst eða þar til súkkulaðið hef­ur harðnað.

Chia graut­ur með grísku jóg­úr­ti og ávaxtamús­lí

Upp­skrift miðast við 1 graut, marg­faldaðu miðað við þann fjölda af graut­um sem þú vilt gera.

  • 1 msk chia fræ frá Muna
  • 1 msk haframjöl fínt frá Muna
  • ½ msk kakónibb­ur
  • 1 tsk hreint kakó frá Muna
  • 1 tsk hör­fræ frá Muna
  • ½ msk hamp­fræ frá Muna
  • 1 dl möndl­umjólk
  • ½ tsk vanillu­drop­ar
  • Fersk blá­ber
  • 1-2 msk grískt jóg­úrt með kara­mellu og per­um
  • Haframús­lí með epl­um og kanil frá Muna
  • Þurrkaðir ban­an­ar frá Muna

Aðferð:

  1. Setjið í skál chia fræ, haframjöl, kakónibb­ur, hreint kakó, hör­fræ, hamp­fræ og blandið sam­an.
  2. Bætið út á möndl­umjólk­inni og vanillu­drop­un­um og hrærið. Leyfið grautn­um að taka sig í ca 1 klst.
  3. Bætið grískri jóg­úrt út á ásamt haframús­líi, þurrkuðu bön­unm og blá­berj­um.


Maís­kökusnitt­ur með laxi

  • Maís­kök­ur með sýrðum rjóma og lauk
  • Rjóma­ost­ur
  • Graf­inn eða reykt­ur lax
  • Svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Smyrjið maís­kök­urn­ar með rjóma­osti.
  2. Skerið lax­inn í þunn­ar sneiðar og raðið á kök­urn­ar.
  3. Toppið með möluðum svört­um pip­ar.

MUNA (@muna_himneskhollusta) • Instagram photos and videos

NÝLEGT