Lúxus vegan pizza

Lúxus vegan pizza

 

Pizzadeig

500 gr spelt (Himnesk hollusta)
2 tsk sykur
1 pakki þurrger
9 gr salt
3 msk ólífuolía
300 ml volgt vatn

Aðferð: Leysið gerið upp í volga vatninu og bætið sykrinum og saltinu saman við. Setjið speltið í stóra skál og bætið vökvanum út í ásamt ólífuolíunni og hnoðið vel saman. Þegar deiginu hefur verið hnoðað saman skal leggja það aftur í skálina. Deigið er látið hefast við stofuhita í eina og hálfa klukkustund. Gott er að leggja rakan klút yfir skálina á meðan deigið er að hefast. Við náðum tveimur pizzabotnum úr þessari uppskrift.

Ekta Pizzusósa

2 dósir heilir tómatar
1 dós tómatpúrra
4-5 hvítlauksrif
Oregano
Salt og pipar

Aðferð: Sigtið vökvann frá tómötunum og blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða í blandara.

Ofan á pizzuna setti ég:

Rauðlauk
Sveppi
Ananas
Banana
Tómata
Oumph marinerað í bbq sósu
Maís
Sriracaha veganaise (Follow your heart)
Grænar ólífur
Rauða papriku
Vegan Pepper jack ost

Eftir að pizzan var komin úr ofninum settum við ofan á hana klettasalat ásamt vegan parmesan.

Njótið vel og hafið það gott um helgina með fólkinu ykkar! 

Sigrún Birta

NÝLEGT