Search
Close this search box.
Lyftingar og tíðahvörf

Lyftingar og tíðahvörf

Höfundur: Ragga Nagli

Ef það er tabú að tala um blæðingar þá eru tíðahvörf eitthvað sem konur því miður, hvísla sín á milli eftir myrkur við eina vinkonu.

Svitaköst. Svefnlausar nætur. Fitusöfnun á mallakút. Heilaþoka.

Tíðahvörf eru allskonar breytingar inni í maskínunni.

Tíðahvörf er ekki bara ein breyting. Klukkan hringir til að láta þig vita að tíminn sé útrunninn að fjölga mannkyninu. Rósa frænka yfirgefur bygginguna.

Estrógen og prógesterón snarlækka eins og hlutabréf í flugfélagi á COVID tímum.

Þegar við rífum í járnið á sokkabandsárunum fyrir tíðahvörf hjálpaði mikið magn estrógens við að byggja og viðhalda vöðvum á grindina og halda þar með grunnbrennslunni í dúndrandi stuði.

Estrógen er nefnilega svokallað anabólískt hormón (vöðvabyggjandi).

Án estrógens og prógesteróns er líkaminn í niðurbrotsástandi (katabólískur).

Rífðu í járnið kona

Eftir tíðahvörf og lækkun á estrógen, prógesterón, þarf líkaminn áreiti af réttum æfingum til að bæta upp fyrir þau líkamlegu viðbrögð sem hormónin sáu áður um.

Nú þarf að æfa fyrir kraft og styrk með að rífa í járn. Fáar endurtekningar með rymjandi beljuhljóðum og grettum í smetti.

Það stuðlar að hærri grunnbrennslu og minni fitusöfnun.

Styrktaræfingar styrkja bein, liðamót og brjósk sem er sérstaklega mikilvægt eftir tíðahvörf þegar hættan á beinþynningu eykst með minnkandi estrógenmagni.

Nú þarf að taka lotuþjálfun á hárri ákefð þar sem púlsinn er keyrður upp í rjáfur í 30-90 sekúndur með dynjandi graðhestarokk í eyrunum og rólegra tempói á milli. 

Þolæfingar á hárri ákefð geta hindrað fitusöfnunina á mallanum.

Æfðu fyrir kraft og styrk jafnvel þótt þú sért að æfa fyrir úthaldsíþróttir.

Því líkaminn er þegar í gúddí gír með að fara hægt og hljótt og lengi.

Langar úthaldsæfingar á meðalákefð gera þig enn hægari, þú missir kraft og styrk og líkaminn sér enga ástæðu til að burðast með þessa orkufreku vöðva. Svo hann losar sig við þá og þar með lækkar grunnbrennslan.

Lægri grunnbrennsla þýðir að þú upplifir að mega ekki vera í sama póstnúmeri og snúður með glassúri án þess að fitna.

Sérstaklega á maga, rassi og mjöðmum.

Faraldsfræðirannsóknir sýna að því betra líkamlega formi því minni einkenni tíðahvarfa.

Prótein er besti vinur Aðal

Svo er mikilvægt að para þjálfunina með nægu prótíni til að byggja kjöt og viðhalda þéttleika í vöðvum til að fá inn nægilegt magn af amínósýrum. Í H Verslun er hægt að finna mikið úrval af gæða prótein frá Now.

30-40g af próteini eftir æfingu er gott viðmið.

Amínósýrur hjálpa til við

  • Viðgerð á vöðvum
  • Próteinmyndun í vöðvum
  • Uppbyggingu vöðva
  • Halda fitusöfnun í lágmarki
  • Aukið mettunarstig
  • Betri hugræn geta.

Til dæmis er BCAA amínósýran leucine vasaljós í heilaþokuni sem margar konur upplifa við tíðahvörf.

Leucine fer í gegnum heila-blóðs þröskuldinn og smokrar sér því þannig inn í heilann og þú upplifiri minna sjálfsniðurrif og kvíðakvabb.

BCAA má til dæmis kaupa hér

Keyrðu niður streituna

Svo er jóga og hugleiðsla á kvöldin mikilvæg til að róa niður streitukerfið því kvíði, streita og svefnleysi láta oft á sér kræla í tíðahvörfum.

Adaptógens eins og Rhodiola, Reishi sveppir róa niður kortisólið og auðvelda þar með Óla Lokbrá að vinna vinnuna sína. Rhodiola fæst t.d. hér

Tíðahvörf eru ekki endalok æskuljómans og upphaf ellikellingar.

Tíðahvörf eru einfaldlega afmælisdagurinn inn í næsta kafla af lífinu.

Fitt. Í formi.

Og aldrei aftur bleðill í brókinni.

NÝLEGT