Lykilatriði til að ná hámarksárangri

Lykilatriði til að ná hámarksárangri

Fanndís Friðriksdóttir er knattspyrnukona í Breiðablik. Ég var 6 ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta með ÍBV í Vestmannaeyjum, þegar ég var 14 ára flutti ég í Hafnarfjörðinn og fór að æfa með Breiðablik. Síðan þá hef ég verið í Breiðablik fyrir utan tvö ár þar sem hún spilaði í Noregi.

Til að ná árangi þarf maður að vera tilbúinn í það að leggja sig fram.

Þegar ég var 18 ára var ég valin í fyrsta skiptið í landsliðið í fótbolta og hefur nú spilað 76 landsleiki, 26 ára gömul. Til að ná árangi þarf maður að vera tilbúinn í það að leggja sig fram. Alltaf að gera sitt besta. Mér finnst lykilatriði að hafa gaman af því sem þú gerir því þá ertu meira tilbúinn í að leggja þig alltaf fram og ná hámarksárangri.

Það sem er framundan hjá mér er Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem haldið verður í Hollandi, en þangað til er langt og strembið undirbúningstímabil með Breiðablik. Mikilvægt er að nýta tímann vel svo hægt sé að vera í sem hæsta gæðaflokki þegar kemur að tímabilinu.

Höfundur: Fanndís Friðriksdóttir

NÝLEGT