Mamma Chia skvísurnar eru virkilega bragðgóðar og það kom mér á óvart þegar ég smakkaði þær fyrst að áferðin á þeim er ekki slepjukennd eins og ég hafði ímyndað mér. Ég smakkaði þær fyrst fyrir um tveimur árum og það var ekki aftur snúið síðan þá hafa þessar handhægu skvísur verið vinsæll kostur hjá mér sem millimál, máltíðarauki, snarl eða nesti yfir daginn til að grípa í þegar hungrið tekur yfir. Skvísurnar koma í mörgum ólíkum bragðtegundum; Cherry Beet, Blackberry Bliss, Green Magic, Mango Coconut, Wild Rasberry og Strawberry Banana.
Þrátt fyrir að mér finnist öll brögðin góð (ótrúlegt en satt) þá er mitt uppáhalds Strawberry Banana.
Það sem mér þykir best við Mamma Chia skvísurnar, fyrir utan hvað þær eru góðar og hollar, er hversu handhægar þær eru. Hver skvísa er 99g og því í mjög þægilegri stærð og magni til að grípa með sér inn í daginn. Þar sem ég starfa sem flugfreyja og ferðast mikið sjálf er ég oftast með Mamma Chia í veskinu, bæði í vinnunni og þegar ég ferðast. Vegna stærðarinnar má nefnilega taka þær með í gegnum öryggisleitina.
Nokkrar ástæður þess að þú ættir að bæta chia fræjum í mataræðið þitt:
- Minnkar líkur á sykursýki
- Trefjarík
- Rík af omega-3 fitusýrum
- Kalkrík
- Auðug af fosfór
- Próteinrík
- Mettandi
- Góð fyrir hjartastarfsemina
Höfundur: Birgitta Líf Björnsdóttir (RVKfit)
Instagram: @birgittalif
Snapchat: RVKfit