Þær koma í 6 tegundum:
Brómberja
Jarðaberja/Banana
Kirsuberja
Hindberja
Mangó/kókos
Green Magic
Kostir Mamma chia eru margir en skvísurnar eru til dæmis vottaðar lífrænar sem þýðir að ekkert skordýraeitur er notað við ræktun á hráefnum í vöruna. Einnig er varan óerfðabreytt (Non GMO). Mamma chia skvísurnar eru ríkar af Chia fræjum og margt hefur verið skrifað um jákvæð heilsueflandi áhrif Chia fræja.
Chia fræ (e. salvia hispanica) eru meðal annars rík af auðmeltanlegum trefjum sem hjálpa meltingarstarfsemi líkamans. Þau innihalda líka Omega 3 fitusýrur, andoxunarefni og prótein.
Talið er að þau geti dregið úr bólgum í meltingarvegi og geti demprað blóðsykurinn. Einnig innihalda þau sink, kalk, magnesium og járn. Þau eru einnig talin styðja við heilbrigða húð vegna andoxunarefna í fræjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Mamma chia fæst í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Melabúðinni, Fjarðarkaup og Krambúðinni.
Heimildir: https://draxe.com/chia-seeds-benefits-side-effects/