Search
Close this search box.
Matarsóun er samfélagsmein

Matarsóun er samfélagsmein

Á heimsvísu er talið að um þriðjungi af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það er um 1.3 milljarður tonna. Á Norðurlöndunum er sóað um 3.5 milljónum tonna af mat árlega! Matvæli sem er sóað hefðu mögulega getað brauðfætt milljónir manna og minnkað þá hungursneyð sem steðjar að ýmis staðar í heiminum. Þar að auki hefur framleiðsla matar oft talsverð neikvæð umhverfisáhrif sem þjóna þá engum tilgangi ef maturinn er ekki nýttur og eykur verulega við magn úrgangs sem þarf að urða.

Hér er einnig um sóun á fjármunum að ræða þar sem heimili og stóreldhús kaupa í rauninni oft of mikið af mat. Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun. 

En hvað getur fólk gert til þess að sporna gegn matarsóun?

Hún Ragga nagli tók á dögunum saman nokkra góða punkta sem gæti komið fólki að gagni. Hér að neðan gefur að líta á góð ráð frá henni.

Finndu uppskriftir þar sem þú getur nýtt sömu innihaldsefnin í nokkra rétti eða undirbúning á hráefni.

Það er óþarfi að barmafylla innkaupakörfuna af tuttugu sortum.

Niðursuðudósir af Stabbur makríl eða laxi eru frábærir kostir því skammturinn er ekki það stór að miklir afgangar verði eftir snæðing.

Enga stund tekur að búa til túnfisksalat eða makrílsalat með horuðu mæjói (Lighter than light) sem má svo geyma í Sistemaboxi í vinnunni. Svo slurkarðu vænum skammti ofan á hrökkbrauð, hrísköku, gróft brauð. Fín millimáltíð með prótínum og kolvetnum.

Ef þú notar hrísgrjón sem meðlæti á mánudegi getur afgangur nýst á fimmtudegi sem fylling í ofnbakaða tómata eða paprikur.

Spínat getur nýst í salat, fyllingu á kjúklingabringum og í grænmetislasagne.

Heilhveiti tortillur og hrísgrjónapappír eru frábærar fyrir afganga af kjöti, fiski kjúklingi, eða sem lasagneblöð í mexíkóska rétti.

Hrökkbrauð, hrískökur, maískökur og gróft brauð virka að sama skapi dúndur vel fyrir afganga.

Að elda mikið í einu auðveldar undirbúning fyrir hollustumáltíðir vikunnar og minnkar matarsóun með að nýta afganga.

Gerðu tvöfalda eða þrefalda uppskrift af uppáhaldsréttinum þínum. Ef þú gerir ofnrétti geturðu þá fryst afganga í nestisbox og hent í ofn eða örbylgju og heilsusamleg máltíð er komin upp í munninn áður en þú veist af.

Gerðu einfaldar uppskriftir sem þú getur eldað í bunkum án mikillar fyrirhafnar. T.d smyrja Allos grænmetissmyrju eða pestó á margar kjúklingabringur, eða sneiða banana ofan á ýsuflak með kókosflögum og baka í ofni.

Nýttu orku og hita með að baka kartöflur, grænmeti og harðsjóða egg samtímis með bringunum í ofninum.

Fjölbreytni er lykill að gleðinni. Ef þú færð svínaflensu við tilhugsunina að borða sama marga daga í röð búðu til 2-3 rétti sem þú getur skipst á yfir vikuna.

Með sköpunargleðina að vopni geturðu nýtt þér grunna af prótíngjöfum, kolvetnum og grænmeti til að búa til allskyns gómsæti með girnilegum sósum og meðlæti.

NÝLEGT