Matarvenjur: Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður

Matarvenjur: Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður

Hvernig er þín venjulega matarrútína?

Ég fæ mér yfirleitt heimatilbúinn sjeik á morgnana sem inniheldur mjólk, súkkulaðiprótein, banana, haframjöl og hnetusmjör. Svo borða ég mjög fjölbreytt yfir daginn en yfirleitt eitthvað kolvetnaríkt fyrir æfingu.

Hvað borðar þú á leikdegi?

Það fer allt eftir því klukkan hvað leikurinn er. Það er mikilvægt líka að borða vel daginn fyrir leik því það er orkan sem þú tekur með þér í leikinn.

11703199_10153613592388267_938647174645075420_n

Er eitthvað ákveðið sem þú getur ekki sleppt því að fá þér á leikdegi?

Sjeikinn minn.

Ertu með matarplan frá þjálfaranum/félaginu þínu?

Nei ég hef þróað mitt matarplan í gegnum tíðina sjálfur.

11885347_10153647279303267_277705441664132001_n

Tekur þú einhver bætiefni/vítamín?

Já ég tek prótein og svo vítamín sem eru ætluð íþróttafolki.

Hvað færð þú þér á svindldegi?

Ég borða eiginlega ekkert nammi og drekk ekki gos þannig oftast verðlauna ég mig með einhverjum bakarís mat og svo góðri máltið eins og t.d. steik og bearnaise.

13507227_10154323726033267_4430981814473106320_n

Höfundur: Garðar Gunnlaugsson / H Talari

NÝLEGT