Matseðill og Afmælis vikan 7 – 13 mai

Matseðill og Afmælis vikan 7 – 13 mai

Ég geri oftast vikumatseðil til viðmiðunar og fyrir hugmyndir fyrir vikuna, hvað ég vil hafa til í ískápnum fyrir vikuna og fleira. Nota svo oftast afganga líka daginn eftir fyrir hádegismat sem hentar rosalega vel.Ég gerði vikumatseðil fyrir vikuna sem ég mun fara gróflega eftir, ég á afmæli á sunnudaginn 13 mai svo helgin hjá mér verður svolítið öðruvísi. 

Mánudagur – Ofn bakaður Þorskur í karrýkókos og grænmeti 

Þriðjudagur – Tælensk Grænmetissúpa með kjúkling 

Miðvikudagur – Fisk réttur á pönnu með grænmeti, chillý, hvítlauk, kryddjurtum og sveppasósa bætt við. Ég nota Rækjur, þorsk og Bleikju/Laxa bita 

Fimmtudagur – Italiano pizzan á XO mín uppáhalds 

Föstudagur – Kjúklingasalat með Balsamic chillý, hvítlauks dressingu

Laugardagur – Stelpurnar koma í mat og ætla ég að gera kjúklingarétt sem ég hef gert áður með rauðu basil pestó, parmaskinku, camenbert og kóríander. Meðlæti hef ég sætkarteflumús inn í ofn með stökkum pekanhnetum og kókos á toppnum. 

Sunnudagur – afmælisdagurinn minn, enn óplanað hvað verður gert. 

Afmælis kakan í fyrra var frá 17 Sortum. Kakan sem verður í ár er óákveðin en eitt er ákveðið að ég læt það vera að baka kökuna sjálf

Img_8899

Vona að þið hafið fengið hugmyndir fyrir vikuna 

Karitas Óskars 

NÝLEGT