Search
Close this search box.
Máttur Future

Máttur Future

Future fæðist árið 1983 í Atlanta í hverfinu Zone 6 þar sem fleiri mikilvægir menn eins og t.d Gucci Mane, Young Scooter, Rich Homie Quan, 21 Savage og OJ Da Juiceman ólust einnig upp. Future er að vissu leyti aðalborinn í Atlanta þar sem hann er nátengdur “Dungeon Family”, goðsagnakennda rapp og R&B hópnum sem átti þátt í því að koma OutKast og Goodie Mobb fram á sjónarsviðið á tíunda áratugnum. Rico Wade, frændi Future og höfuðpaur Dungeon Family tók Future með sér í hljóðverið þar sem hann fékk að fylgjast með þeim vinna og þar lærði hann að búa til tónlist. (Fyrir áhugasama um Dungeon Family mæli ég sterklega með “The Art of Organized Noise” heimildarmyndinni á Netflix.)

Future2

Future1Future hefur unnið með öllum helstu tónlistarmönnum samtímans og þegar nánar er litið á það er varla nokkur tónlistarmaður þess verðugur að nefna sem Future hefur ekki unnið með. 

Future er almennt talinn guðfaðir nýja skólans og tel ég það ólíklegt að listamenn eins og Lil Yachty, Lil Uzi Vert, Young Thug væru á þeim stað sem þeir eru í dag ef ekki væri fyrir tilstilli Future (og Lil Wayne (myndi aldrei sýna honum þá óvirðingu að minnast ekki á hann í þessari umræðu þrátt fyrir að þessi grein snúist um Future)).

Hér að neðan mun ég fara aðeins yfir plötur og mixtapes sem Future hefur gefið út sem hafa haft mikil áhrif mig sem einstakling ásamt því að hafa bætt líf mitt til muna vegna einskærra gæða.

PlutoSjálfur uppgötvaði ég Future ekki fyrr en í apríl 2012, þegar hann gaf út meistaraverkið Pluto. Ég hafði heyrt nokkur lög með honum áður, en aldrei komist almennilega inn í hann. Útgáfa Pluto markar upphafið á farsælu sambandi míns og Future en strax eftir fyrstu hlustun var ég fullviss um að þarna væri eitthvað sérstakt á ferð. Ódauðleg lög á borð við Turn On The Lights, Neva End, Trippin’ og Permanent Scar standa upp úr en þegar á heildina er litið er hvert einasta lag gott.

AstronautEftir að ég heyrði Pluto þráði ég meira frá þessum manni sem gat bæði rappað eins og hann sé andsetinn og sungið eins og engill. Þar af leiðandi niðurhalaði ég mixteipinu Astronaut Status sem hafði komið út í janúar 2012, nokkrum mánuðum á undan Pluto. Fáránlega fkn gott mixteip, bæði með hjartnæm lög sem maður finnur fyrir í æskunni eins og Deeper Than The Ocean, Spaz on Yall og Rider ásamt hörðum bangerum eins og Itchin’, Birds Take A Bath og Jordan Diddy.

HonestÁrið 2014, eftir tveggja ára tímabil þar sem Future hafði verið undir pressu frá plötufyrirtækinu sínu að poppa stílinn sinn upp, gefið út 3 mixteip sem náðu ekki sömu hæðum og gamla epíkin hans, gefið út ofbeldið í eyrun sem “Real and True” með Miley Cyrus er, var ég aðeins farinn að missa trú á honum. Síðan kom önnur platan hans, Honest út. Ég var einmitt staðsettur í Póllandi í skólaferðalagi og hlustaði á hana í fyrsta skipti í gestatölvu á hosteli í Kraká. Í nokkrar vikur flakkaði ég á milli þess að finnast platan annaðhvort ömurleg eða bara fín. Í dag elska ég þessa plötu fyrir það sem hún er, en sleppi því bara að hlusta á 6-7 lög á henni. Mín uppáhaldslög á plötunni eru Special, Covered N Money, I Won, Karate Chop og Side Effects.

 

Mbm56

Eftir misgóðar móttökur Honest og almenn vonbrigði aðdáenda á stefnunni sem ferill Future var að taka, tók Future til í hausnum á sér og ákvað að snúa sér aftur til róta sinna og skapa einhverja bestu trilogíu allra tíma. Þessi 3 mixteip, Monster, Beast Mode og 56 Nights, ná að fanga akkúrat það sem gerir Future að listamanninum sem hann er. Hvernig hann flakkar á milli ólýsanlega fallegra ástarlaga beint yfir í alvöru hart hlunkashit er ótrúlegt. Á þessum þremur mixteipum tekst Future að skapa sín allra bestu lög eins og Codeine Crazy, Throwaway, Just Like Bruddas, March Madness og Never Gon Lose. Ég gæti haldið áfram að telja upp hvert einasta lag á þessum mixteipum þar sem nánast hvert einasta lag út af fyrir sig er svo ótrúlega gott að ég fæ hroll yfir allan líkamann við það eitt að hugsa um það.

Ds23

DS2 kom út þann 17. Júlí árið 2015. Eftir að hafa lifað með þessari plötu í 2 ár og hlustað nánast daglega á hana síðan hún kom út get ég fullyrt það, að þetta er besta plata allra tíma. Hvert einasta lag á henni hefur sérstaka þýðingu fyrir mig og á ég að minnsta kosti eina minningu tengda við hvert einasta lag á plötunni. Það er ógerningur fyrir mig að velja mín uppáhalds lög á þessari plötu þar sem í heild sinni er hún það næsta sem kemst listrænni fullkomnum.

Purplereign

Mixteipið Purple Reign kom út í byrjun árs 2016 og platan EVOL síðan 3 vikum seinna. Þrátt fyrir að úr mörgum meistaraverkum sé að velja, þá er Purple Reign mitt uppáhalds Future mixteip vegna dýptarinnar og tilfinninganna sem er að finna í lögum eins og Perkys Calling, Purple Reign og Drippin’. EVOL platan er mjög hörð og sennilega dimmasta listaverk sem Future hefur gefið út. Ég get ekki beint sagt að það sé þarna uppi með því besta sem Future hefur gefið út, en hinsvegar á hún alltaf sérstakan stað í hjarta mínu vegna stórlaga eins og Low Life, Xanny Family og Fly Shit Only.

Future-Future-album-cover-art

FUTURE og HNDRXX, 2 yndislegar plötur sem gerðu mikið fyrir mig í myrkrinu síðastliðinn febrúar. Fyrst kom hin sjálftitlaða FUTURE út og HNDRXX viku seinna. Báðar plöturnar skutust beint á efsta sæti Billboard 100 listans og skrifaði Future þar sig í sögubækurnar sem eini listamaðurinn til þess að taka fram úr sinni eigin plötu og koma nýrri plötu í fyrsta sætið. Sjálftitlaða platan er hvöss með hörðum bangerum á meðan HNDRXX er rólegri og poppaðari. Núna í sumar fór Future að fordæmi Kanye West og bætti við þremur lögum á FUTURE og einu lagi á HNDRXX nokkrum mánuðum eftir raunverulega útgáfu platnanna. Ég er nokkuð sáttur með þessar viðbætur og vil sérstaklega benda lesendum á lagið Extra Luv af FUTURE með Compton rapparanum YG, mitt persónulega „sumarlagið í ár“.                        

 

Í rauninni var engin sérstakur tilgangur með þessari umfjöllun annar en sá að vekja athygli á snilligáfu Future, gefa honum hrósið sem hann á skilið á meðan hann er ennþá lifandi og koma minni skoðun á framfæri, að hann sé besti tónlistarmaður allra tíma.

Þrátt fyrir að ég fjallaði ekki sérstaklega um þau vil ég einnig mæla með mixteipunum F.B.G: The Movie, (þar sem 2 af mínum allra uppáhaldslögum, Chosen One og Fo Real eru á.) What A Time To Be Alive, Dirty Sprite, Project E.T og Streetz Calling.

FREE BAND GANG!

Bergþór Másson 

NÝLEGT