Ég útskrifaðist með með BA gráðu í Lögfræði frá HÍ síðasta vor og vinn sem vefstjóri og hóptímakennari.
Ég spilaði handbolta í 15 ár og er uppalin í Stjörnunni. Þegar ég hætti þurfti ég finna minn stall og byrjaði að prufa mig áfram í ræktinni og leika mér í utandeild. Nú hafa liðið rúmlega 4 ár síðan ég hætti í boltanum og ég hef æft í þremur mismunandi stöðvum, prufað endalaust af hóptímum, æft mikið sjálf og verið í fjarþjálfun. Í október í fyrra byrjaði ég að kenna hjá World Class og er núna að kenna Tabata í World Class Smáralind og kláraði nýlega einkaþjálfaranám. Ég hef því lært heilan helling en ég vil læra meira.
Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera reglulega með færslur hér og segja frá því sem ég er að gera, læra og borða. Ég hef brjálaðan áhuga á öllu sem viðkemur heilbrigðum og aktívum lífsstíl og ég hlakka til að miðla áfram til ykkar einhverjum skemmtilegum fróðleik.
Ef þið viljið fylgja mér betur: indianajohanns