Search
Close this search box.
Matur og Meðví: Chia fræ

Matur og Meðví: Chia fræ

Chia fræ eru mörgum kunnug vegna þeirra ófáu kosta. Þau eru ríkjandi í mínu mataræði þar sem þau eru stútfull af góðri næringu sem virka eins og aloe vera gel fyrir meltinguna, ef þau eru notuð rétt. Það sem gerir það að verkum að þau eru svona góð fyrir okkur er næringargildi þeirra. Þau eru stútfull af trefjum, próteini, góðri fitu og öðrum vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg fyrir okkur. Öll þessi góða næring sem leynist í þessum litlu fræjum hefur góð áhrif á húðina, beinin, vöðvana, hjartað og að sjálfsögðu meltinguna, svo dæmi séu tekin.

Þessi slímkennda áferð er einmitt sá eiginleiki sem er svo góður fyrir meltinguna

Það er umdeilt hvort nota megi fræin hrá eða ekki. Mín persónulega skoðun er sú að til þess að fá allt það besta úr fræjunum þurfa þau að hafa legið í bleyti í að minnsta kosti 10 mínútur. Að leggja þau í bleyti kveikir á ensímunum og gerir þau frekar slímkennd, en þessi slímkennda áferð er einmitt sá eiginleiki sem er svo góður fyrir meltinguna. Ef þau eru borðuð hrá er hætta á að þau tútni út í görnunum á okkur og getur það valdið gríðarlegum verkjum. Ég á alltaf chia fræ inni í ísskáp sem liggja í bleyti sem ég bæti ofan í booztið mitt eða grautinn á morgnana. Þetta sparar mér mikinn tíma og fyrirhöfn.

Skotheldur chia grautur með karamellu

Grauturinn:

1,5 msk chia fræ
100-120 ml möndlumjólk/kókosmjólk/haframjólk

Aðferð: Ég blanda þessu saman og læt liggja yfir nótt. Einnig er gott að bæta smá höfrum út í grautinn til að gera hann enn matmeiri.

Karamellan:

1 kúfuð tsk möndlu- og heslihnetusmjör frá Monki
1 kúfuð tsk kókosolía (ég nota bragð- og lyktarlausa kókosolíu, matsatriði)

Aðferð: Þessu blanda ég saman um morguninn og helli yfir grautinn. Gef þessu sirka 5-7 mínútur til þess að harðna inni í ísskáp.

Ofan á grautinn:

Lífrænt epli
Nóg af goji berjum
Kókosflögur

Ég er mjög dugleg að breyta til þegar kemur að toppings – en það sem mér þykir langbest er þessi þrenna hér að ofan.

Þessi grautur slær alltaf í gegn – mæli með að prufa.

Fyrir fleiri uppskriftir og alls konar fróðleik má adda mér á snapchat undir notendanafninu: Matur og Meðví

Höfundur: Sara Kristín Rúnarsdóttir

NÝLEGT