Search
Close this search box.
Matur og Meðví: Komdu meltingunni af stað

Matur og Meðví: Komdu meltingunni af stað

 Morgunrútínan mín

 • 1 volgt vatnsglas með 2 msk af eplaediki.
 • 1 volgt vatnsglas með 1/2 kreistri sítrónu.
 • 1 msk hörfræolía.
 • Meltingargerlar, D-vítamín og B12.

Til að byrja með myndi ég setja 1 tsk af eplaediki ofan í vatnið og auka það svo með tímanum til þess að venjast bragðinu. Ástæður þess að ég set eplaedik og sítrónu ofan í vatnið mitt á morgnana er vegna þess að þessi tvenna er stútfull af ensímum sem hjálpar meltingunni af stað. Einnig er þetta bakteríudrepandi og sýrustillandi, en í nútímasamfélagi þurfum við að huga að því að gera okkur basískari með hreinni fæðu á móti öllum unna matnum sem er að gera okkur allt of súr. Þrátt fyrir að eplaedik og sítróna séu súr í eðlilegum skilningi þá verða þau basísk þegar þau fara inn fyrir varir okkar.

Morgunsmoothie

30 mínútum síðar fæ ég mér morgunmat, sem er yfirleitt í formi smoothie. Hér að neðan er minn uppáhalds smoothie sem inniheldur alla þá næringu sem þú þarft til að byrja daginn vel: góð fita, prótein, steinefni og vítamín.

 • 1/2 banani
 • 1/2 avocado
 • 1 bolli frosinn ananas
 • Lúka grænkál
 • 2 msk sítrónu ólífuolía frá Himneskri Hollustu
 • 1 msk chia fræ sem legið hafa í bleyti
 • 1 tsk maca duft (val)
 • Kókos- eða möndlumjólk til að þynna

Njótið vel!

Höfundur: Sara Kristín Rúnarsdóttir

Snapchat: maturogmedvi

NÝLEGT