Search
Close this search box.
Matur sem lætur þér líða vel

Matur sem lætur þér líða vel

Á köldum dögum þegar lítið hefur sést til sólar og orkutankarnir að tæmast er mikilvægt að hlusta á líkamann og hlúa að honum með næringaríkri fæðu, heitum og heimalögðum mat sem ylja bæði líkama og sál. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur og talsmaður MUNA setti saman eina góða máltíð fyrir sálina. Greinin birtist einnig í heilsublaði Nettó.

Bökuð tómat- og basilikusúpa

2 msk MUNA ólífuolía

6 tómatar

Handfylli kirsuberjatómatar

1 rauðlaukur

2 hvítlauksrif

Salt & pipar

450 ml tómat passata (Tómatsafi)

Handfylli fersk basilika

2 msk tómatpúrra

500 ml grænmetiskraftur

Skerið fersku tómatana laukinn og hvítlaukinn gróft niður og setið inn í ofn ásamt ólífuolíu, salti og pipar og grillið á 180 gráðum í 25 – 30 mínútur.

Þegar grænmetið er eldað, kælið það aðeins og setjið það því næst í blandara ásamt restinni af hráefnunum og blandið þar til allt er orðið silkimjúkt. 

Hellið í pott og hitið upp. 

Toppið súpuna með ferskri basiliku og jafnvel smá parmesan. 

Punkturinn yfir i-ið er svo án efa heimabakað brauð og pestó með.

Trefjaríkt korn- og fræbrauð 

 4 bollar MUNA spelt ( 2 bollar gróft spelt & 2 bollar fínt spelt)
1/2 bolli MUNA sesamfræ
1/2 bolli MUNA sólblómafræ
1/2 bolli MUNA kókosmjöl
1/2 bolli blandaðar MUNA hnetur, saxaðar fínt
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
3-4 msk MUNA akasíuhunang
3/4-1 bolli sjóðandi vatn eða eftir þörfum
Bætið við smátt og smátt svo deigið verði ekki of blautt
1 msk ferskur sítrónusafi

Hitið ofninn í 180 gráður
Blandið þurrefnunum saman í skál með sleif
Í annarri skál blandið hunanginu, 3/4 bolla af vatni og sítrónusafa

Hrærið blautu blöndunni út í þurru blönduna og blandið vel saman. Ef blandan er enn of þurr bætið þá við smá meira vatni.

Setjið deigið í brauðform sem er með bökunarpappír í eða pennslið brauðformið
Bakið brauðið í 30 mínútur
Takið brauðið varlega úr forminu og bakið áfram á ofngrind í 15-20 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út.

Látið kólna aðeins áður en það er skorið í sneiðar og njótið.

Valhnetu Súkkulaðistykki

Æðisleg uppskrift til að geyma og gera aftur og aftur.
Þessi stykki  eru eingöngu búin til úr valhnetum, möndlum, döðlum, möndlusmjöri, akasíuhunangi, súkkulaði og lakkrís salti/salti – svo auðvelt að gera og eiga inni í frysti.

2 bollar steinlausar MUNA döðlur
1/2 bolli MUNA valhnetur
1/2 bolli MUNA möndlur
3 msk MUNA möndlusmjör
1 msk MUNA akasíuhunang

Öllu blandað saman í matvinnsluvél þar til það myndast góður massi, þá setjið þið blönduna í brauðform sem er klætt með bökunarpappír. Bræðið því næst súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir. Stráið því smá lakkríssalti eða góðu sjávarsalti yfir súkkulaðið og frystið.

Bólgueyðandi bomba

2-3 bollar grænt te eða vatn

1 tsk MUNA möndlusmjör

1 appelsína flysjuð og steinhreinsun

1 ½ bolli frosinn mango

¼ bolli fersk mynta

1 sítróna

Vænn biti af engifer

½ tsk MUNA turmerik

Pipar

1 msk NOW Collagen duft (valfrjálst)

1 msk próteinduft (valfrjálst)

Fylgstu nánar með Kristjönu hér;
www.jana.is
www.instagram.com/janast/

NÝLEGT