Meinholl kúrbíts súkkulaðikaka

Meinholl kúrbíts súkkulaðikaka

Sumt einfaldlega hljómar of gott til að vera satt og þegar þú heyrir orðin kúrbítur og súkkulaðikaka saman í setningu kann það að hljóma sem fullkomlega óraunhæf blanda. Þegar kemur hins vegar að meinhollum ketó uppskriftum er ekkert sem Krista getur ekki galdrað fram og hér að neðan tekst henni að setja saman einstaklega góða, sem og holla, súkkulaðiköku með kúrbít.

Nú er bara að henda í uppskriftina og sjá kraftaverkið fæðast (eða hefast?).

Botn – Innihald

500 g kúrbítur
120 g kókoshveiti frá NOW
300 g sæta, sweet like sugar frá Good Good
90 g kakó
1 tsk kanill
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
110 g brædd kókosolía Himnesk hollusta
8 egg
2 tsk vanilludropar

AÐFERÐ:
Rífið kúrbítinn niður með rifjárni eða í matvinnsluvél.
Blandið öllum þurrefnum saman, þvínæst eggjum, kókosolíu og vanillu, blandið svo öllu vel saman og gott að nota hrærivél eða Thermomix matvinnsluvél.
Hellið deiginu í skúffukökuform.
Bakið á 170 ° með blæstri í 20-25 mín, tékkið öðru hverju með prjón og þegar hann kemur hreinn upp er kakan tilbúin.

Krem – Innihald:
250 g smjör
150 g fínmöluð sæta sweet like sugar frá Good Good
40 g kakó frá Himneskri hollustu
2 tsk vanilludropar
Möndlumjólk frá Isola eða kalt vatn til að þynna með eftir smekk

AÐFERÐ VIÐ KREM:
Þeytið smjörið vel. Fínmalið sætuna sem notuð er í matvinnsluvél.
Þeytið allt vel með K spaðanum í hrærivélinni ef þið eigið slíkan. Þynnið kremið með möndlumjólk eða vatni ef þörf er á þar til það er loftkennt og fallegt.
Sprautið kreminu á kælda kökuna og berið fram með þeyttum rjóma.

NÝLEGT