Þessar kúrbítsbollur henta öllum þeim sem eru á lágkolvetna mataræði en eru líka frábærar fyrir alla þá sem vilja skipta út klassísku brauðbollunum og rúnstykkjunum fyrir hollari valkost. Eins og sjá má í uppskriftinni hér að neðan má finna meinholl innihaldsefni í bollunum, svo sem kúrbít, möndlur, HUSK (trefjar), egg og ólífur. Sem sagt allskyns vítamín, steinefni, hollar fitur og prótín. Nú er bara að rífa upp hrærivélina og henda í eins og tvöfalda uppskrift til þess að njóta í sumarfríinu.
Innihald:
- 160 gr rifinn kúrbítur
- 80 gr möndlumjöl NOW
- 60 gr HUSK
- 80 gr kókoshveiti NOW
- 2 msk ítalskt krydd t.d.Pottagaldur
- 4 egg
- 4 msk ólífuolía
- 1 msk svartur pipar
- 1 msk gróft sjávarsalt
- 200 ml sódavatn
- 1 msk lyftiduft
- svartar ólífur og rifinn ostur, valfrjálst
Aðferð:
Blanda öllu saman í hrærivél, móta góðar bollur stráið hör- eða sesamfræjum yfir ásamt dálitlu sjávarsalti.
Bakið í 45-50 mín á 170°hita.