Meltingar og trefjadrykkur

Meltingar og trefjadrykkur

Hér kemur viðbót við hina skemmtilegu flóru heilsu-næringardrykkja frá Ásdísi Grasa.

Og talandi um flóru, þá er þessi einstaki drykkur sérvalinn fyrir meltingarflóruna en í honum er að finna innihaldsefni sem eiga það sameiginlegt að stuðla að eðlilegri starfsemi ristilsins og meltingarinnar. Sem dæmi má nefna Acacia trefjar sem stuðla að reglulegum hægðum og eru næring fyrir æskilegar bakteríur í ristlinum sem eru mikilvægar heilsu okkar. Annað dæmi er L-glútamín en það er amínósýra sem stuðlar að endurnýjun og uppbyggingu slímhúðar í meltingarvegi og vöðvum og er gjarnan notðu til að stuðla að heilbrigðum þarmavegg og efla ónæmiskerfið í þörmunum.

Innihald:

  • 1 stór hnefi spínat
  • 2 msk Acacia fiber duft frá NOW
  • 1 stk frosinn banani eða frosið mangó
  • 1/2 bolli frosin lífræn jarðaber
  • 1 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
  • 2-3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW
  • 1 msk hörfræolía frá Himneskri Hollustu
  • 1 skeið L-glútamín duft frá NOW
  • 1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola

Gott er að drekka auka vatnsglas með inntöku á trefjum.

Þessi uppskrift er fengin úr heilsudrykkjarbæklingi Ásdísar Grasa og NOW.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT