ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Meltingin og heilsan

Meltingin og heilsan

Sagt er að góð heilsa byrji í þörmunum sem eru orð að sönnu en æ fleiri rannsóknir sýna fram á sterk tengsl þarmaflóru og myndunar ýmissa sjúkdóma. Skilvirk starfsemi meltingarkerfisins er afar mikilvæg fyrir góða heilsu og leggur grunninn að almennu heilbrigði og líðan en talið er að stór hluti ónæmiskerfisins okkar liggi í meltingarveginum ásamt flóknu taugakerfi sem framleiðir fjölda taugaboðefna og hormóna sem hafa áhrif á geð og líðan okkar. Meltingarvegurinn er nokkrir metrar að lengd og þar búa yfir milljónir örvera sem allar gegna mikilvægu hlutverki og því er vert að huga vel að og efla þarmaflóruna okkar. Óhófleg notkun sýklalyfja og annarra lyfja, óhollt mataræði, streita og matareitrun eru allt þættir sem geta raskað jafnvægi þarmaflóru og meltingar svo um munar.

melting bætiefni

Fæða fyrir góða þarmaflóru

Við erum það sem við nærum þarmaflóruna okkar á og við ættum að nota
eftirfarandi fæðu reglulega í mataræði okkar til að stuðla að heilbrigðri og
fjölbreyttri flóru í meltingarvegi, s.s. gerjað grænmeti og súrkál, hreina
lífræna jógúrt, eplaedik og kombucha sem allt er ríkt af náttúrulegum
góðgerlum. Fæða sem bætir meltinguna og styður enn frekar við uppbyggingu
þarmaflóru eru t.d. trefjar eins og husk, hörfræ, chia fræ, sýrður rauðrófusafi,
grænmeti, ávextir og annar trefjaríkur matur. Höfum einnig í huga að draga úr
inntöku á fæðu sem raskar þarmaflóru og ýtir undir fjölgun á óvinveittum
bakteríum og sveppum í þörmunum s.s. sykri, hveiti, sætindum og bakkelsi, gosi,
áfengi og gervisætuefnum.

Digest Ultimate ensím

Meltingarensímin frá Now er kröftug blanda ensíma sem auka niðurbrot á
kolvetnum, sterkju, próteinum og fitu, ásamt mjólkurvörum og ómeltanlegum
trefjum úr grænmeti og baunum. Digest Ultimate ensímin bæta meltingu og hámarka
nýtingu næringarefna úr fæðunni og eru m.a. gagnleg fyrir fólk með fæðuóþol,
meltingartruflanir og uppþembu.

Probiotic góðgerlar

Þessi góðgerlablanda samanstendur af lifandi góðgerlategundum sem eru
mikilvægir stofnar í þarmaflóru líkamans. Góðgerlar eru mikilvægir fyrir
heilbrigða og skilvirka meltingu, stuðla að heilbrigðum þarmavegg, verja
þarmana fyrir óvinveittum örverum, framleiða vítamín eins og B og K vítamín,
örva þarmahreyfingar og taka þátt í afeitrunarstarfsemi í meltingarvegi.
Probiotic 25 billion góðgerlablandan notar bakteríustofna sem hafa verið valdir
sérstaklega til að byggja upp fjölbreytta þarmaflóru.

L-Glutamine hylki

Glútamín er ein af lífsnauðsynlegu amínósýrunum og við sumar aðstæður notar
líkaminn meira magn af þessari amínósýru og nær ekki að framleiða hana í
samræmi við nýtingu og getur því stundum verið þörf á að taka glútamín aukalega
inn sem fæðubót. Glútamín er mikilvægur orkugjafi fyrir frumur ónæmiskerfis og
meltingarvegs þar sem hröð frumuendurnýjun á sér stað. Glútamín er gjarnan
notað sem viðgerðarefni fyrir lekan þarmavegg (e.leaky gut syndrome) og til að
stuðla að endurnýjun þarmaveggs í meltingarvegi. Lekir þarmar eða
‘þarmagegnflæði’ er ástand sem getur myndast í meltingarvegi eftir t.d.
óhóflega notkun sýklalyfja, óholls mataræðis, mikillar streitu og út frá
matareitrun svo fátt eitt sé nefnt. Þetta getur svo haft þær afleiðingar að
bakteríur og önnur eiturefni komast út úr þörmum og inn í blóðrás og myndað
ýmis einkenni s.s. bólgumyndunar. Glútamín er bæði hægt að fá í duftformi og í hylkjum.

Castor oil hylki

Castor oil eða laxerolía hefur löngum verið notuð til þess að örva meltinguna
og getur reynst gagnleg ef um hægðatregðu eða latan ristil er að ræða. Castor
oil frá Now inniheldur þar að auki fennel olíu sem hefur krampastillandi og
vindeyðandi áhrif.

Aloe vera gels hylki

Aloe vera jurtin hefur verið notuð frá örófi alda sem lækningajurt og er
þekkt fyrir græðandi eiginleika sína. Aloe vera hylkin frá Now innihalda um
10,000 mg af jurtaþykkni af aloe vera sem er kröftug virkni en aloe vera jurtin
er rík af ýmsum næringarefnum þ.á.m. vítamínum, steinefnum, ensímum og amínósýrum.
Aðal virka efnið í aloe vera jurtinni eru svokallaðar fjölsykrur og hafa
rannsóknir sýnt fram á að þessi efni stuðli að auknum gróanda í slímhúð m.a. í
meltingarvegi og húð og þar að auki hefur aloe vera jurtin verið talin hafa
mild hægðalosandi áhrif.

Magnesium & Calcium töflur

Magnesium er eitt af mikilvægari steinefnum í líkamanum og tekur þátt í um
300 lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum. Magnesíum er t.a.m. mikilvægt fyrir
orkumyndun og efnaskipti, stuðlar að eðlilegri vöðva- og taugastarfsemi og afar
mikilvægt fyrir uppbyggingu beina. Þessi einstaka blanda inniheldur vel
samsetta blöndu af magnesíumi (magnesium citrate, glycinate, taurinate og
oxide) ásamt kalki og sínki sem virðist hafa mild hægðalosandi áhrif sem stuðlar
þannig að bættri meltingu.

Höfundur: Ásdís Grasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest