04
Byrjaði matarboðið á guacamole og ferskri salsa með maís flögum. Persónulega væri ég til í að láta kóríander á allan mat en reyndi að fara varlega í það þar sem að sumir eru ekki jafn hrifnir af kryddjurtinni eins og ég.
Prófaði í fyrsta skipti Uptons Jackfruit sem minnir örlítið á „pulled pork“. Setti það í taco’s með BBQ sósu, mangó, gúrku, papriku, brúnum hrísgrjónum og smá lime safa – heppnaðist mjög vel!
Að lokum undirbjó ég quesadilla með sætri kartöflu, svörtum baunum, jalapeno og salsa. Fékk innblástur frá Eldum Rétt sem ég prófaði í fyrsta sinn fyrr í mánuðinum. Mæli með Vegan pakkanum hjá þeim – gaf manni mjög margar hugmyndir af kvöldmat.
Mikið sem ég hlakka til að prófa mig áfram í nýja eldhúsinu mínu og bjóða í fleiri matarboð!
Takk kærlega fyrir lesturinn og ef þið viljið fylgist eitthvað meira með mér getið þið kíkt á Instagram og einnig til að nálgast fleiri uppskriftir þá getiði heimsótt www.healthbyhildur.com