>
- Sætar kartöflur skornar í helming, smurðar með olíu og bakaðar í ofninum með skinnið upp í 40 mínútur á 180°.
- Rauðlaukur og paprika (græn og/eða rauð) steikt á pönnu. Sett í skál og hrært saman við góða salsa sósu og einhver góð krydd sem passa við, t.d. salt + pipar, ferskan kóríander eða kóríanderkrydd, paprikuduft, chiliduft.
- Svartar baunir í dós skolaðar í sigti undir vatni þar til vatnið rennur hreint í gegn. Baununum síðan bætt við í skálina með steikta grænmetinu, salsa sósunni og kryddunum.
- Guacamole útbúið: Avocado, tómatar, lime safi, salt + pipar og tómatar ef þið eigið/viljið bæta þeim við.
- Skerið gúrku í litla bita.
Samsetning: Snúið kartöflunni við og setjið á disk (nú snýr skinnið niður). Notið skeið til að kljúfa þær í helming (ekki skinnið samt) og notið sömu skeið til að skófla fyllingunni inní og ofaná kartöfluna. Getið skafað aðeins innanúr kartöflunni til að koma meiri fyllingu fyrir. Setjið fyrst bauna- og salsablönduna, síðan guacamole, gúrku og toppið með Sriracha spicy mayo. Ef þið eigið ferskan kóríander er hægt að setja hann ofaná líka + meira krydd ef þið viljið. Líka hægt að setja sýrðan rjóma ofaná. Að lokum er lime kreist yfir allt.
BUNALUN vörurnar eru tiltölulega nýkomnar í verslanir en ég er virkilega hrifin af þeim og nota bæði baunirnar og hökkuðu tómatana í fullt, fullt af réttum sem ég geri heima. Ég elska að henda í ljúffengan og næringaríkan mat sem tekur enga stund að útbúa og kostar lítið. Það eina sem þarf að gera við baunirnar er að skola þær í sigti og þá eru þær klárar í allskonar rétti. Tómatarnir eru bara klárir í dósinni og er bæði hægt að fá hreina og með kryddjurtum.
Mér finnst auðveldara að borða hollan mat ef ég bý hann sjálf til heima, þá veit ég líka hvað er í honum og get haft hann nákvæmlega eins og ég vil. Ég hvet ykkur til að vera dugleg að prófa ykkur áfram í eldhúsinu og tilvalið væri að byrja á þessum fylltu, mexíkönsku kartöflum.