Search
Close this search box.
Mexíkóskur kjúklingaborgari

Mexíkóskur kjúklingaborgari

 

Uppskrift:

 

2 kjúklingabringur (fer auðvitað eftir fjölda)
1 kúla ferskur mozzarella ostur
1 bréf fajitas krydd
1 dl hvítlauksolía frá Himneskri Hollustu
2 hamborgarabrauð
Kál
Tómatar
Rauðlaukur
Hvítlaukssósa
Salsasósa (fyrir þá sem vilja)

Aðferð:

Taktu kjúklingabringurnar og lemdu þær með kjöthamri þannig að þær verði þunnar og góðar, ekki samt nota alla kraftana svo að kjúklingabringurnar detti ekki í sundur.

Kryddið með ólífuolíu, mjög gott að nota hvítlauksolíu og kryddið með fajitas kryddinu. Steikið á pönnu þangað til þær eru gegnsteiktar en passið þó upp á að ofsteikja þær ekki svo að bringurnar verði ekki þurrar. Taktu pönnuna af hitanum og skerið mozzarella ostinn í sneiðar, raðið ofan á bringurnar og leyfið ostinum aðeins að bráðna.

Hitið brauðið í ofninum og skerið niður grænmetið sem þið ætlið að hafa á borgaranum. Nú svo er bara að raða á borgarann eftir sínum smekk. Þið getið auðvitað haft hvaða sósur sem er með, aðalatriðið er að hafa það sem fjölskyldumeðlimum finnst best. Verið búin að gera Guacamole fyrst og berið fram með því, Guacamole er algjört aðalatriði að hafa með mexíkóskum kjúklingaborgara.

Höfundur: Lólý

NÝLEGT