Search
Close this search box.
Mín versló

Mín versló

Vildbjerg6

Áður en ég fór út fór ég í H Verslun og keypti mér nýja hlaupaskó. Mig sárvantaði nýja skó og var þetta alveg tilefni til þess að kaupa sér nýja og betri hlaupaskó. Ég ákvað að kaupa mér Nike air zoom Pegasus 34 skóna en ég get sagt ykkur það að þeir björguðu mér alveg í þessari ferð. Við löbbuðum mjög mikið eða hátt í 10km á dag. Mjög mikilvægt að vera í góðum skóm. Ég átti svarta svona áður og líkaði mjög vel við þá en ég ákvað að fá mér hvíta núna. Þeir eru samt ekki jafn hvítir eftir ferðina.

Screen-shot-2018-08-07-at-20.12.50

Screen-shot-2018-08-07-at-20.12.39

Screen-shot-2018-08-07-at-20.12.56

Vildbjerg5

Vildbjerg4

Stelpurnar stóðu sig ekkert smá vel á mótinu og voru félagi sínu og sjálfum sér alveg til sóma. Það er svo lítið mál að fara til útlanda með 25 stelpur sem eru með allt á hreinu og ég þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim, hafði eiginlega meiri áhyggjur af þjálfurnum tveimur, haha.

Við spiluðum í U18 og U16 og lentum í þriðja og sjötta sæti sem er frábær árangur á svona stóru móti. Stelpurnar geta verið ekkert smá stoltar af sinni frammistöðu, ég er allavegana að springa úr stolti.

Vildbjerg8

Ég reyndi að nýta tímann þegar stelpurnar voru á æfingu fyrir mótið að fara út að hlaupa eða í ræktina. Við gistum í svokölluðu Sport center í Vildbjerg þannig ræktin var toppen bra! Mamma keypti fyrir mig hjólabuxur frá Nike í Svíþjóð því ég var búin að leita lengi af þeim hérna heima. Þær björguðu mér í ferðinni. Það var það heitt að það var gott að geta verið í þægilegum buxum meðan á leikjunum stóð og hentuðu þær mjög vel í hlaupunum og í ræktinni.

Vildbjerg7_1533673710942

Vildbjerg9

Ég vona að þið hafið átt jafn frábæra viku og ég, en það er samt gott að komast í rútinu aftur. Stutt í að skólinn byrji.. þetta „sumar“ er að verða búið. Fékk allavegana smá sól í DK!

Heyrumst seinna!

Vildbjerg2

Aldís Ylfa

NÝLEGT