Search
Close this search box.
Mínar uppáhalds kvikmyndir

Mínar uppáhalds kvikmyndir

A Prophet (2009)

Frönsk fangelsismynd um ungan strák sem þarf að læra að komast af í hörðu fangelsi.

Almost Famous (2000)

Ungur strákur sem þráir að verða tónlistar-blaðamaður fær með ótrúlegu móti að fjalla um stóra rokkhljómsveit og fara í tónleikarferðalag með þeim.

American Gangster (2007)

Besta gangsteramynd allra tíma, svo góð að Jay-Z fékk innblástur frá henni og gaf út samnefnda plötu. 

American Honey (2016)

18 ára stelpa, þreytt á lífinu, ákveður að slást í hóp með farandsölumönnum á ferð þeirra um Bandaríkin. Shia Labeouf fer með stórleik.

Argo (2012)

CIA njósnari þykist ætla búa til kvikmynd í Íran til þess að bjarga Bandarískum gíslum frá landinu. Fallegi fagmaðurinn Ben Affleck leikstýrir og fer með aðalhlutverk.

ATL (2006)

Saga um fjóra félaga í Atlanta og líf þeirra í kringum rúlluskautastaðinn sem þau hanga í. Rapparinn T.I fer með aðalhlutverkið.

Belly (1998)

Rappararnir DMX, Nas og Method Man fara með stórleik og Hype Williams, hinn frægi tónlistarmyndbandaleikstjóri leikstýrir. IMDb lýsir henni sem “A pair of violent men have spiritual awakenings” sem á nokkuð vel við.

The Big Lebowski (1998)

Einn besti bíómyndakarakter allra tíma, “The Dude” er mistekinn sem alnafni sinn, milljónamæringurinn Jeff Lebowski og lendir í hinum ýmsu vandræðum ásamt keilufélögum sínum.

The Boondock Saints (1999)

Tveir kaþólskir tvíburar myrða allt sem á vegi þeirra verður með það að leiðarljósi að losa Boston við illa menn.

Boyhood (2014)

Uppeldissaga drengs frá 5 ára aldurs til háskólaaldurs. Myndin var tekin upp á 12 árum.

Chasing Amy (1997)

Mín uppáhalds Kevin Smith mynd, fjallar um 2 teiknimyndasögu-gaura og hvernig líf þeirra tekur stakkaskiptum er teiknimyndasögu-gella flækist inn í líf þeirra.

Christopher Nolan

Gagngrýnendur hafa lýst stíl Christopher Nolan sem hin fullkomna blanda af afþreyingu og fágaðri list. Ég elska allar myndirnar sem hann hefur gefið út eftir Memento og þá sérstaklega Dark Knight þríleikinn.

City of God (2002)

Segir frá ungum strákum í harkinu í Rio De Janeiro sem fara mismunandi leiðir í lífinu.

Crank & Crank 2 (2006) (2009)

Bestu hasarmyndir allra tíma. Jason Statham tekst að fanga allt sem maður þráir frá hasarmyndum.

Exit Through The Gift Shop (2010)

Fjallar um brjálaðan mann sem gerir allt sem hann getur til þess að komast að listamanninum Banksy en á miðri leið breytist heimildarmyndin í eitthvað allt annað. Mín uppáhalds heimildarmynd.

Fruitvale Station (2013)

Sorgleg og sönn saga um svartan mann í Bandaríkjunum og atburðina sem leiða til dauða hans af höndum lögreglunnar. 

Get Rich or Die Trying (2005)

Lauslega byggt á ævisögu Curtis “50 Cent” Jackson. Ótrúleg mynd sem ég horfði milljón sinnum á í gegnum æskuárin og nýt þess að horfa á hana enn þann dag í dag.

Godfather 1 & Godfather 2 (1972) (1974)

Sagan um Corleone fjölskylduna sem haslaði sér völl í Bandaríkjunum á ótrúlegan hátt sem eitt stærsta glæpaveldi þeirra tíma. Ef fólk elskar þessar bíómyndir mæli ég einnig sterklega með lestur bókarinnar.

Grizzly Man (2005)

Yndisleg heimildarmynd um líf manns sem elskaði ekkert meira í heiminum en skógarbirni.

Heat (1995)

Mynd um bankaræningja og lögreglumenn þar sem áhorfandinn fær að kynnast báðum hliðum. Robert DeNiro, Al Pacino og Val Kilmer, jheeez.

Hustle & Flow (2005)

Stórmynd sem segir frá manni í mikilli tilvistarkreppu sem þráir ekkert meira en að verða rappari, og leið hans að draumnum.

I Love You Phillip Morris (2009)

Tveir samkynhneigðir menn kynnast í fangelsi og svíkja peninga úr fólki með tryggingasvindlum.

In Bruges (2008)

Leigumorðingjar sendir til Bruges í Belgíu þar sem óvæntir og ófyrirsjáanlegir hlutir gerast.

Lost In Translation (2003)

Útbrennd kvikmyndastjarna (Bill Murray) og týnd kona í leit að einhverju öðru (Scarlett Johannsson) mynda ólíklegt samband í Tokyo. Mín uppáhalds mynd “þar sem ekkert gerist”.

Mad Max (2015)

Besta ævintýramynd sem ég hef séð á ævinni.

Man On Fire (2004)

Denzel Washington leikur truflaðan einkalífvörð í miðju barnaránsfaraldri í Mexico.

Martin Scorsese

50 ára ferill Martin Scorsese samastendur af mínum allra uppáhals bíómyndum; Goodfellas, Casino, Raging Bull, The Departed, Taxi Driver og fleiri. Nánast hver einasta mynd sem hann hefur framleitt er meistaraverk og ég bíð alvarlega spenntur eftir “The Irishman” með Robert DeNiro, Al Pacino og Joe Pesci í aðalhlutverkum, sem á að koma út árið 2018.

Moneyball (2011)

Jonah Hill leikur stærðfræðisnilling sem hjálpar Brad Pitt að ná árangri í hafnabolta. Ótrúlega góð mynd sem markar upphaf einlægrar aðdáunar minnar á Jonah Hill.

Moonlight (2016)

Uppeldissaga samkynhneigðs manns í erfiðu hverfi í Miami. Myndinni er skipt upp í 3 kafla eftir aldri mannsins. 

Mystic River (2003)

Þrír menn sem lentu saman í hræðilegu atviki í barnæsku eru sameinaðir á ný þegar einn þeirra lendir í enn öðru hræðilega atvikinu.

New Jack City (1991)

90s gangstera mynd þar sem Ice-T, Chris Rock og Wesley Snipes fara með aðalhlutverk, myndin sem gerði Chris Rock frægan. Góður söguþráður og almennt góður fílingur.

No Country For Old Men (2007)

Mín uppáhalds Coen Brothers mynd, aðalkarakterinn er hugsanlega minn uppáhalds bíómynda karakter allra tíma. Í myndinni er mikið blóð og mikið ofbeldi.

Notorious (2009)

Lélegt handrit, illa leikin og ódýr leikmynd. Þrátt fyrir það elska ég þessa mynd innilega vegna sögunnar um minn uppáhalds rappara og ég mæli með henni einungis fyrir þá sem hafa áhuga á lífi Christopher Wallace. 

Old Boy (2003)

Kóresk mynd með allra bestu fléttu (e. plot) sem ég hef séð í bíómynd. Söguhetjan er fangelsuð í 15 ár og gerir svo allt sem í sínu valdi stendur til þess að finna þjáningarvald sinn.

Paid In Full (2002)

3 ungir strákar lifa flóknu lífi á götum Harlem á níunda áratugnum þar sem þeir berjast bæði við löngunina um eðlilegt líf ásamt freistingum gatnanna. 

The Place Beyond The Pines (2012)

Mótórhjólagaur leikinn af Ryan Gosling (nettasti karakter kvikmyndasögunnar) neyðist til þess að snúa sér að glæpum til þess að sjá fyrir fólkinu sínu.

Quentin Tarantino

Þrátt fyrir hina frægu klisju að finnast Tarantino sinn uppáhalds leiksstjóri þá býr hann til bíómyndir sem henta mínum smekk fullkomlega, gott handrit og góðir karakterar ásamt blóði og miklu ofbeldi.

Raid Redemption (2011)

Fullkomin ofbeldismynd frá Indonesíu. Fullkomin.

Scarface (1983)

Innflytjandi frá Kúbu, Tony Montana (Al Pacino) tekur yfir dópbransann í Miami með hinum ýmsu brögðum og fellur síðan hræðilega. “This information I must pass to the homies, if hustlin’ is a must be Sosa, not Tony” – Malice (Clipse).

Se7en (1995)

Brad Pitt og Morgan Freeman elta uppi raðmorðingja sem myrðir fórnarlömb sín með hrottalegum hætti. 

Silence of the Lambs (1991)

Hannibal Lecter, fræga geðsjúka mannætan er notaður af ungum FBI starfsmanni til þess að finna annan raðmorðingja, Buffalo Bill. 

Sin City (2005)

Myndin segir frá þremur mismunandi manneskjum sem lifa sínu ofbeldisfulla lífi á mismunandi hátt en tengjast svo öll á mismunandi hátt. Myndin er byggð á teiknimyndasögum.

Snatch (2000)

Hópur glæpamanna gera allt sem þeir geta og fella allt sem í vegi þeirra stendur til þess að komast yfir ómetanlegan demant. Rosaleg hasarmynd.

Spotlight (2015)

Sönn saga um hvernig dagblað í Boston kom upp um viðbjóðslegt barnaníð í kaþólsku kirkjunni.

Spring Breakers (2012)

4 háskólastúlkur lenda í vandræðum en komast undan vegna hjálpar dópsala sem kynnir þær síðan fyrir sínum heimi.

Straight Outta Compton (2015)

Saga rapphljómsveitarinnar N.W.A sögð snilldarlega. Lang besta hip hop ævisögubíómynd sem hefur verið gerð. 

Style Wars (1983)

Falleg og vel framkvæmd heimildarmynd sem segir frá upphafi hip hop menningar í lok áttunda og byrjun níunda áratugarins.

There Will Be Blood (2007)

Fjallar um ævintýri brjálaðs manns í olíuviðskiptum í byrjun 20. Aldarinnar.

Training Day (2001)

Ung lögga fer í þjálfun hjá reyndum, en geðsjúkum lögreglumanni. Denzel Washington fer með stórleik og vann Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.

The Warriors (1979)

Saga um götugengi framtíðarinnar í New York og þeim átökum sem hefjast er einn mikilvægur maður er myrtur.

 

Bergþór Másson

 

NÝLEGT