Ég á mér þrjár uppáhalds sprettæfingar sem ég geri oft. Þær taka stuttan tíma og tempóið er gott allan tímann.
Æfing nr. 1 – Hopp on, Hopp off á hlaupabretti
Ég hleyp í 15 sek og hvíli í 15 sek á hlaupabretti. Gott er að hoppa af brettinu á meðan hvíldin á sér stað. Ég hækka hraðann um 0,5 eftir hvern sprett. Það er hægt að byrja á hvaða hraða sem er en sprettirnir eru 10 talsins. Hver sprettur tekur 30 sek með hvíld, svo sprettirnir taka 5 mín, 20 mín með upphitun og niðurskokki.
upphitun: 10 mín skokk á góðum hraða (10,5 – 11,0)
1. Hraði 15,0 – 15 sek (hvíld 15 sek)
2. Hraði 15,5 – 15 sek( hvíld 15 sek)
3. Hraði 16,0 – 15 sek (hvíld 15 sek)
4. Hraði 16,5 – 15 sek (hvíld 15 sek)
5. Hraði 17,0 – 15 sek (hvíld 15 sek)
6. Hraði 17,5 – 15 sek (hvíld 15 sek)
7. Hraði 18,0 – 15 sek (hvíld 15 sek)
8. Hraði 18,5 – 15 sek (hvíld 15 sek)
9. Hraði 19,0 – 15 sek (hvíld 15 sek)
10. Hraði 19,5 – 15 sek (hvíld 15 sek)
Niðurskokk/labb í 5 mín á mjög rólegum hraða.
Æfing nr. 2 – Pýramídi
Æfingin er kölluð Pýramídi, sem þýðir í þessu sambandi að æfingin er unnin upp í ákveðið tempó og síðan unnið sig niður aftur. Það er hægt að vinna með Pýramída sem sprettæfingu eða sem langhlaupsæfing. Markmiðið er að vinna í ákveðinn tíma og hvíla alltaf í helminginn af tímanum á móti. Unnið er upp Pýramídan og síðan niður aftur. Þessi æfing gengur hratt fyrir sig og er skemmtileg.
Upphitun: 10 mín skokk á góðum hraða (10,5 – 11,0)
1. 20 sek sprettur ( hraði 16,0) – hvíld í 10 sek
2. 40 sek sprettur ( hraði 16,0) – hvíld í 20 sek
3. 60 sek sprettur (hraði 15,0) – hvíld í 30 sek
4. 80 sek sprettur (hraði 15,0) – hvíld í 40 sek
5. 80 sek sprettur (hraði 15,0) – hvíld í 40 sek
6. 60 sek sprettur (hraði 15,0) – hvíld í 30 sek
7. 40 sek sprettur (hraði 16,0) – hvíld í 20 sek
8. 20 sek sprettur (hraði 16,0) – hvíld í 10 sek
Niðurskokk / labb í 5 mín á rólegum hraða
Æfing nr. 3 – Þrjú holl
Síðasta æfingin er mjög klassísk. Þar eru sprettirnir teknir í þremur hollum og 1 mín hvíld á milli holla. Í hverju holli er sami hraði á sprettunum. Sprettirnir eru í 20 sek og 10 sek í hvíld á milli, 4 sprettir í heildina (samtals 12 sprettir) Hraðinn er ekki heilagur heldur má lækka eða hækka hann að vild.
Upphitun: 10 mín skokk á góðum hraða (10,5 – 11,0)
Fyrsta holl, hraði 14,0
1. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
2. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
3. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
4. sprettur 20 sek – hvíld 10 sek
Hvíld 1 mín
Annað holl, hraði 16,0
5. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
6. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
7. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
8. sprettur 20 sek – hvíld 10 sek
Hvíld 1 mín
Þriðja holl, hraði 17,0
9. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
10. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
11. sprettur 20 sek – hvíld í 10 sek
12. sprettur 20 sek – hvíld 10 sek
Hvíld 1 mín
Niðurskokk/ labb í 5 mín mjög rólega
Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona að þið getið nýtt ykkur þessar æfingar. Auðvitað er hægt að taka æfingarnar á hjólinu líka og úti. Alltaf gott að taka góð hlaup! Hér fyrir neðan eru einnig linkar af tveimur góðum sprettæfingum!
Takk fyrir að lesa og endilega haldið áfram að fylgja mér á Instagram