Uppskrift(fyrir einn)
1 dl hafrar
2 ½ dl vatn
Salt eftir smekk
4-5 dropar english toffee stevia frá Now
Hálft meðalstórt grænt epli rifið niður
20gr plant protein complex með creamy vanilla bragði frá Now
Aðferð: Hafrar og vatn sett saman í pott. Stillið á háan hita og hrærið vel þar til suðan kemur upp. Sjóðið grautinn í tvær mínútur. Þá bæti ég við salti, stevíudropum, próteini ásamt rifnu epli og hræri hráefnunum vel saman áður en ég helli grautnum í skál. Mér finnst mjög gott að toppa grautinn með banana, bláberjum, múslí og hnetusmjöri en eins og áður sagði að þá er þessi grautur algjört lostæti og mæli ég svo sannarlega með að þið prófið að gera hann.
Ég mæli með að prófa þennan hafragraut en fyrir utan að vera mjög bragðgóður þá er hann einnig saðsamur og stendur með manni alveg fram að hádegi.
Instagram: sigrunbirta
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Icepharma.